Kaupmenn of lengi að taka við sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2017 19:30 Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“ Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“
Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15