Datt og meiddist þegar hann klifraði upp í kerru til þess að flýja hund Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2017 11:41 Óvenju mikið var um umferðarslys og óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Vísir/Eyþór Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin. Lögreglumál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin.
Lögreglumál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira