Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 10:00 Kareem Hunt var algjörlega magnaður í sínum fyrsta leik í NFL-deildinni. Vísir/Getty Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur. Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur.
Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira