Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 10:00 Kareem Hunt var algjörlega magnaður í sínum fyrsta leik í NFL-deildinni. Vísir/Getty Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur. Enski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Sjá meira
Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur.
Enski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Sjá meira