Þarf ölmusukort til að skoða Ísland? Ögmundur Jónasson skrifar 8. september 2017 07:00 Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er með fjölskylduna að skoða „landið okkar“. Þegar kostar það fimm hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Víðgelmi í Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða Raufarhólshelli, helming þar af í Vatnshelli á Snæfellsnesi, sjö hundruð mun kosta að parkera við Seljalandsfoss og sex hundruð í Skaftafelli, síðan er Dettifoss að koma með inngangseyri og fleiri og fleiri. Nú kostar líka þrjú hundruð krónur að pissa í Hörpu og fjögur hundruð og níutíu að horfa á fjallahringinn úr Perlunni. Allt fær sitt verð. Hugmyndir hafa komið fram um að rukka inn í Skálholtskirkju, til dæmis fimm hundruð krónur svo gera megi við altaristöfluna. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Og allir ánægðir – að sögn. Fréttablaðið sýndi okkur í sumarbyrjun dansandi erlenda ferðmenn við Kerið í Grímsnesi undir fyrirsögninni „Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið“. Þar borgar hver maður fjögur hundruð krónur til „eigenda“ þessarar náttúruperlu fyrir að fá að horfa á hana. Samkvæmt íslenskum lögum er þessi gjaldtaka óheimil enda enginn samningur verið gerður við Umhverfisstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Fréttablaðið sagði okkur einnig að í fyrra hafi Kerfélagið rukkað fyrir sjötíu milljónir og væri hagnaður þar af þrjátíu milljónir. Blaðið hafði eftir talsmanni eiganda: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu…“ Rukkunin er ólögmæt og jafnvel í þeim tilvikum sem heimila mætti gjaldtöku lögum samkvæmt væri arðtaka ólögmæt. Hvernig væri að spyrja nánar út í þetta? Og hvernig væri að velta því fyrir sér hvernig það verður fyrir tekjulitla fjölskyldu að ferðast um Ísland ef fer sem horfir með rukkara á hverju horni? Nema að gefin verði út sérstök ölmusukort fyrir þá sem ella gætu aldrei notið landsins síns. Og ef handhafar náttúruperlanna taka sitt úr vösum ferðamanna, mætti líka spyrja hve mikið verði eftir fyrir þá sem eru að selja raunverulega þjónustu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er eins gott að gleyma ekki greiðslukortinu þegar farið er með fjölskylduna að skoða „landið okkar“. Þegar kostar það fimm hundruð krónur að koma við í þjóðgarðinum á Þingvöllum, fjögur hundruð á mann að ganga á Helgafell og fjögur hundruð kostar í Kerið, sex þúsund og fimm hundruð að skoða Víðgelmi í Hallmundarhrauni og einnig sex þúsund og fimm hundruð að skoða Raufarhólshelli, helming þar af í Vatnshelli á Snæfellsnesi, sjö hundruð mun kosta að parkera við Seljalandsfoss og sex hundruð í Skaftafelli, síðan er Dettifoss að koma með inngangseyri og fleiri og fleiri. Nú kostar líka þrjú hundruð krónur að pissa í Hörpu og fjögur hundruð og níutíu að horfa á fjallahringinn úr Perlunni. Allt fær sitt verð. Hugmyndir hafa komið fram um að rukka inn í Skálholtskirkju, til dæmis fimm hundruð krónur svo gera megi við altaristöfluna. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Og allir ánægðir – að sögn. Fréttablaðið sýndi okkur í sumarbyrjun dansandi erlenda ferðmenn við Kerið í Grímsnesi undir fyrirsögninni „Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið“. Þar borgar hver maður fjögur hundruð krónur til „eigenda“ þessarar náttúruperlu fyrir að fá að horfa á hana. Samkvæmt íslenskum lögum er þessi gjaldtaka óheimil enda enginn samningur verið gerður við Umhverfisstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Fréttablaðið sagði okkur einnig að í fyrra hafi Kerfélagið rukkað fyrir sjötíu milljónir og væri hagnaður þar af þrjátíu milljónir. Blaðið hafði eftir talsmanni eiganda: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu…“ Rukkunin er ólögmæt og jafnvel í þeim tilvikum sem heimila mætti gjaldtöku lögum samkvæmt væri arðtaka ólögmæt. Hvernig væri að spyrja nánar út í þetta? Og hvernig væri að velta því fyrir sér hvernig það verður fyrir tekjulitla fjölskyldu að ferðast um Ísland ef fer sem horfir með rukkara á hverju horni? Nema að gefin verði út sérstök ölmusukort fyrir þá sem ella gætu aldrei notið landsins síns. Og ef handhafar náttúruperlanna taka sitt úr vösum ferðamanna, mætti líka spyrja hve mikið verði eftir fyrir þá sem eru að selja raunverulega þjónustu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar