Hættum að mismuna fólki með geðsjúkdóma! Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 8. september 2017 07:00 Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september næstkomandi. Dagurinn er mikilvæg áminning þess að róa þarf öllum árum að því að taka á rótum þessa alvarlega vanda. Að mínu mati er hluti vandans úrelt lagaumhverfi sem mismunar fólki með geðsjúkdóma og dregur mögulega úr vilja þeirra til þess að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir ítrekaðar átölur Evrópunefndar gegn pyntingum (CPT nefndin) gagnvart íslenskum yfirvöldum er fólki með geðsjúkdóma enn mismunað í lögum landsins á margvíslegan hátt. Lögræðislög heimila t.d. nauðungarvistun einstaklinga á þeim grunni að: „[…] hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé […].“ CPT nefndin hefur réttilega bent á, að það að einstaklingur sé metinn með geðsjúkdóm er ekki lögmæt ástæða til frelsissviptingar. Þá veita lögræðislögin allt of rúmar heimildir til þvingaðrar meðferðar nauðungarvistaðra einstaklinga. Þó hefur CPT-nefndin ítrekað að slíkt lagaumhverfi auki hættuna á pyntingum og annarri vanvirðandi og ómannúðlegri meðferð gagnvart nauðungarvistuðum. Eins sé ekki réttlætanlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt geðsjúkra um eigin meðferð með jafn rúmum hætti og raun ber vitni. Þessi úr sér gengnu lög eru ekki til þess fallin að auka traust þeirra sem fyrir þeim verða vegna alvarlegra andlegra veikinda á réttarkerfinu. Þau lýsa því viðhorfi að fólk með andleg veikindi missi þar með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og lífi. Þau valda því eflaust að færri leita sér hjálpar við alvarlegum veikindum en ella vegna vantrausts á heilbrigðis- og réttarkerfinu. Ótti við að missa sjálfsákvörðunarréttinn, að sæta frelsissviptingu og/eða þvingaðri meðferð að ósekju er raunsær og skiljanlegur í tilfelli geðsjúkra sem leita sér hjálpar. Fólk með geðsjúkdóma á að njóta sömu mannréttinda og aðrir en gera það ekki á Íslandi í dag. Það er óásættanlegt og má ekki standa í vegi fyrir því að fólk með geðsjúkdóma leiti sér hjálpar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september næstkomandi. Dagurinn er mikilvæg áminning þess að róa þarf öllum árum að því að taka á rótum þessa alvarlega vanda. Að mínu mati er hluti vandans úrelt lagaumhverfi sem mismunar fólki með geðsjúkdóma og dregur mögulega úr vilja þeirra til þess að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir ítrekaðar átölur Evrópunefndar gegn pyntingum (CPT nefndin) gagnvart íslenskum yfirvöldum er fólki með geðsjúkdóma enn mismunað í lögum landsins á margvíslegan hátt. Lögræðislög heimila t.d. nauðungarvistun einstaklinga á þeim grunni að: „[…] hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé […].“ CPT nefndin hefur réttilega bent á, að það að einstaklingur sé metinn með geðsjúkdóm er ekki lögmæt ástæða til frelsissviptingar. Þá veita lögræðislögin allt of rúmar heimildir til þvingaðrar meðferðar nauðungarvistaðra einstaklinga. Þó hefur CPT-nefndin ítrekað að slíkt lagaumhverfi auki hættuna á pyntingum og annarri vanvirðandi og ómannúðlegri meðferð gagnvart nauðungarvistuðum. Eins sé ekki réttlætanlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt geðsjúkra um eigin meðferð með jafn rúmum hætti og raun ber vitni. Þessi úr sér gengnu lög eru ekki til þess fallin að auka traust þeirra sem fyrir þeim verða vegna alvarlegra andlegra veikinda á réttarkerfinu. Þau lýsa því viðhorfi að fólk með andleg veikindi missi þar með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og lífi. Þau valda því eflaust að færri leita sér hjálpar við alvarlegum veikindum en ella vegna vantrausts á heilbrigðis- og réttarkerfinu. Ótti við að missa sjálfsákvörðunarréttinn, að sæta frelsissviptingu og/eða þvingaðri meðferð að ósekju er raunsær og skiljanlegur í tilfelli geðsjúkra sem leita sér hjálpar. Fólk með geðsjúkdóma á að njóta sömu mannréttinda og aðrir en gera það ekki á Íslandi í dag. Það er óásættanlegt og má ekki standa í vegi fyrir því að fólk með geðsjúkdóma leiti sér hjálpar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun