Er hægt að minnka brotthvarf og bæta námsárangur með námsgagnastyrkjum? Ólafur Hjörtur Sigurjónsson og Steinn Jóhannsson skrifar 7. september 2017 10:46 Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun