Skólar og skólamenntun á nýrri öld Tryggvi Gíslason skrifar 7. september 2017 07:00 Enn hafa umræður orðið um styttingu náms í framhaldsskólum. Sýnist þar sitt hverjum, eins og eðlilegt er, en málefnaleg skoðanaskipti eru undirstaða framfara í lýðræðislandi. Það sem hins vegar hefur einkennt þessar róttæku breytingar, er að menntamálayfirvöld hafa lítið rætt breytingarnar og lítið samráð haft við skólana – skólastjóra og kennara – að ekki sé talað um nemendur og foreldra.Skólanám Eins og lesendur þekkja, eru fjögur skólastig í landinu: leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Hér verður einkum rætt um framhaldsskólastigið, þótt flest sem hér er sagt eigi við öll skólastigin fjögur. Framhaldsskólar eru nú 37 talsins, þar af sjö „viðurkenndir einkaskólar“, eins og það er orðað. Öllum þessum framhaldsskólum er samkvæmt lögum ætlað að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum og einum nám við hæfi og búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Nám í framhaldsskólunum er margbreytilegt og skólarnir af þeim sökum afar ólíkir. Skipta má framhaldsskólunum 37 í tvo meginhópa. Annars vegar eru bóknámsskólar, sem bera allir nafnið menntaskóli og hafa að meginhlutverki að búa nemendur undir sérhæft háskólanám. Hins vegar eru fjölbrautaskólar sem bjóða upp á mun fjölbreyttara nám, bæði á bóknámsbrautum, listnámsbrautum og verknámsbrautum, s.s. málabraut, húsasmiðabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliðabraut, snyrtibraut, tölvubraut og íþróttabraut. Ljóst er af þessu að íslenskum framhaldsskólanemendum gefst kostur á að velja ólíkar námsleiðir sem veita undirbúning og réttindi á sviði almenns náms, listnáms, bóknáms og starfsnáms. Þá lýkur náminu með mismunandi námsgráðum, svo sem framhaldsskólaprófi, prófi til starfsréttinda, stúdentsprófi og iðnmeistaraprófi. Lýsingar á námsbrautum á framhaldsskólastigi taka mið af þessum fjölbreytileika og þurfa að mæta kröfum annarra skólastiga og atvinnulífsins, auk þess að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.Kröfur til framhaldsskóla Miklu skiptir að framhaldsskólar uppfylli þrjár kröfur. Í fyrsta lagi að láta nemendum líða vel, sem er algert grundvallarskilyrði. Í öðru lagi að koma nemendum til þroska og búa þá undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Í þriðja lagi ber skólunum í upphafi nýrrar aldar að nýta tækni og þekkingu við kennslu og nám. Einkum ber að gera nemendum kleift að nota samskiptatækni, sem stöðugt fleygir fram, til þess að afla sér þekkingar. Með því eru nemendur gerðir ábyrgir fyrir námi sínu, en eru ekki undir smásjá „heyrara“ – kennara sem kanna hvort nemandinn hafi lesið heima en kenna minna. Fyrir hálfri öld sagði nemandi við Menntaskólann á Akureyri að „heimanám ætti ekki að þekkjast í betri skólum“. Með því átti hann við að líta bæri á skólanám sem vinnu nemenda sem lyki á eðlilegum vinnutíma en námið hengi ekki yfir þeim allan sólarhringinn, því að nemendur í framhaldsskólum vildu og vilja flestir geta sinnt öðru en náminu einu, s.s. hollu tómstundastarfi, íþróttum og listum.Ný öld Með nýrri tækni á nýrri öld breytast skólarnir. Ekki síst breytist starf kennara og vinna nemenda. Stjórnvöld þurfa nú að gera áætlun um framtíð skólanna, bæði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla – og háskóla. Samræða þarf að hefjast milli þeirra sem eiga hlut að máli: kennara, skólastjóra, nemenda, foreldra, ríkis og sveitarfélaga, þannig að ný áætlun um nýtt skólakerfi á nýrri öld liggi fyrir innan fimm ára. Áætlun með skýr markmið er nauðsyn til þess að tryggja samfellu í menntakerfi landsins og efla bæði bókmenntun og verkmenntun í landinu. Greinarhöfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Enn hafa umræður orðið um styttingu náms í framhaldsskólum. Sýnist þar sitt hverjum, eins og eðlilegt er, en málefnaleg skoðanaskipti eru undirstaða framfara í lýðræðislandi. Það sem hins vegar hefur einkennt þessar róttæku breytingar, er að menntamálayfirvöld hafa lítið rætt breytingarnar og lítið samráð haft við skólana – skólastjóra og kennara – að ekki sé talað um nemendur og foreldra.Skólanám Eins og lesendur þekkja, eru fjögur skólastig í landinu: leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Hér verður einkum rætt um framhaldsskólastigið, þótt flest sem hér er sagt eigi við öll skólastigin fjögur. Framhaldsskólar eru nú 37 talsins, þar af sjö „viðurkenndir einkaskólar“, eins og það er orðað. Öllum þessum framhaldsskólum er samkvæmt lögum ætlað að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum og einum nám við hæfi og búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Nám í framhaldsskólunum er margbreytilegt og skólarnir af þeim sökum afar ólíkir. Skipta má framhaldsskólunum 37 í tvo meginhópa. Annars vegar eru bóknámsskólar, sem bera allir nafnið menntaskóli og hafa að meginhlutverki að búa nemendur undir sérhæft háskólanám. Hins vegar eru fjölbrautaskólar sem bjóða upp á mun fjölbreyttara nám, bæði á bóknámsbrautum, listnámsbrautum og verknámsbrautum, s.s. málabraut, húsasmiðabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliðabraut, snyrtibraut, tölvubraut og íþróttabraut. Ljóst er af þessu að íslenskum framhaldsskólanemendum gefst kostur á að velja ólíkar námsleiðir sem veita undirbúning og réttindi á sviði almenns náms, listnáms, bóknáms og starfsnáms. Þá lýkur náminu með mismunandi námsgráðum, svo sem framhaldsskólaprófi, prófi til starfsréttinda, stúdentsprófi og iðnmeistaraprófi. Lýsingar á námsbrautum á framhaldsskólastigi taka mið af þessum fjölbreytileika og þurfa að mæta kröfum annarra skólastiga og atvinnulífsins, auk þess að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.Kröfur til framhaldsskóla Miklu skiptir að framhaldsskólar uppfylli þrjár kröfur. Í fyrsta lagi að láta nemendum líða vel, sem er algert grundvallarskilyrði. Í öðru lagi að koma nemendum til þroska og búa þá undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Í þriðja lagi ber skólunum í upphafi nýrrar aldar að nýta tækni og þekkingu við kennslu og nám. Einkum ber að gera nemendum kleift að nota samskiptatækni, sem stöðugt fleygir fram, til þess að afla sér þekkingar. Með því eru nemendur gerðir ábyrgir fyrir námi sínu, en eru ekki undir smásjá „heyrara“ – kennara sem kanna hvort nemandinn hafi lesið heima en kenna minna. Fyrir hálfri öld sagði nemandi við Menntaskólann á Akureyri að „heimanám ætti ekki að þekkjast í betri skólum“. Með því átti hann við að líta bæri á skólanám sem vinnu nemenda sem lyki á eðlilegum vinnutíma en námið hengi ekki yfir þeim allan sólarhringinn, því að nemendur í framhaldsskólum vildu og vilja flestir geta sinnt öðru en náminu einu, s.s. hollu tómstundastarfi, íþróttum og listum.Ný öld Með nýrri tækni á nýrri öld breytast skólarnir. Ekki síst breytist starf kennara og vinna nemenda. Stjórnvöld þurfa nú að gera áætlun um framtíð skólanna, bæði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla – og háskóla. Samræða þarf að hefjast milli þeirra sem eiga hlut að máli: kennara, skólastjóra, nemenda, foreldra, ríkis og sveitarfélaga, þannig að ný áætlun um nýtt skólakerfi á nýrri öld liggi fyrir innan fimm ára. Áætlun með skýr markmið er nauðsyn til þess að tryggja samfellu í menntakerfi landsins og efla bæði bókmenntun og verkmenntun í landinu. Greinarhöfundur er fyrrverandi skólameistari.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun