Hvernig komast strákarnir okkar til Rússlands? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í gær. Vísir/Eyþór Ísland er í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Eftir sigurinn eru Ísland og Króatía jöfn á toppi riðilsins með sextán stig hvort þegar tvær umferðir eru eftir. Króatar hafa þó betri markatölu sem munar fimm mörkum. Íslenskt landslið hefur aldrei áður tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu en möguleikarnir að þessu sinni eru góðir. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Sigurvegari hvers riðils kemst beint í lokakeppnina en átta af þeim níu liðum sem enda í öðru sæti síns riðils tryggja sér sæti í umspili sem fer fram í nóvember um laust sæti á HM. Ísland komst í slíkt umspil fyrir fjórum árum síðan og mátti þá sætta sig við tap gegn Króatíu, 2-0 samanlagt. Leikið var heima og að heiman.Ekki nóg að vinna báða leikina Ef að Ísland og Króatía halda stöðu sinni til loka riðlakeppninnar og verða jöfn að stigum í efsta sæti mun árangur í innbyrðisviðureignum ekki ráða því hvort liðið endi ofar. Það verður einfaldlega það lið sem er með betra markahlutfall og sem stendur eru Króatar með mun hagstæðari markatölu (12-3) en Ísland (11-7). Það er því líklegt að Ísland þurfi að vinna báða leiki sína sem eftir eru, gegn Tyrklandi á útivelli og Kósóvó heima, og treysta á að Króatía misstígi sig í öðrum sinna leikja (Finnland heima og Úkraína úti) til að strákarnir okkar vinni riðilinn og fari beint á HM í Rússlandi. Það eru fleiri möguleikar í stöðunni enda Tyrkland og Úkraína enn í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með fjórtán stig, tveimur á eftir Króatíu og Íslandi.Eins og sakir standa væri það Wales sem sæti eftir sem það lið í öðru sæti riðils síns sem væri með lakastan árangur. Í þessum samanburði eru úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti dregin frá. Sigur Íslands í Kósóvó telur sem dæmi ekki.WikipediaMikilvægur leikur í Tyrklandi Líklegt er að fjögur stig dugi Íslandi til að komast í umspilið, en það er ekki öruggt að það sé nóg. Ef Ísland kemst í 20 stig munu Tyrkir ekki ná okkar mönnum að stigum, enda myndi það þýða að Ísland myndi annað hvort vinna eða gera jafntefli við Tyrkland í Eskisehir þann 6. október. Úkraína gæti einnig náð 20 stigum en þyrfti þá að vinna Króatíu í lokaumferðinni. Ísland og Úkraína myndu þá enda jöfn í efsta sæti riðilsins og markahlutfall myndi ráða hvort liðið endaði ofar. Allar líkur eru á því að 20 stig í öðru sæti riðilsins myndu duga Íslandi eða Úkraínu til að ná einu af átta umspilssætunum. Við þann samanburð eru úrslitin gegn liðinu sem hafnar í neðst sæti riðilsins dregin frá heildarstigafjöldanum í samanburði við hin liðin í öðru sæti riðlanna. Sex stig myndu því dragast frá Íslandi og liðið enda með 14 stig í samanburðinum.Strákarnir okkar fagna.Vísir/EyþórDugar sigur á Kósóvó? Ef að Ísland tapar fyrir Tyrklandi þann 6. október er mjög líklegt að strákarnir okkar verði í fjórða sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Þá yrði erfitt að komast aftur upp í annað sætið með því að leggja Kósóvó að velli en Ísland þyrfti þá að treysta á sigur Króatíu í Úkraínu og að Tyrkland myndi ekki vinna í Finnlandi á sama tíma. Mikilvægi leiks Tyrklands og Íslands er af þeim sökum gríðarlegt. Ekki aðeins myndi eitt stig í þeim leik hjálpa Íslandi mjög mikið heldur einnig halda Tyrklandi tveimur stigum fyrir neðan Ísland í stigatöflunni. Enginn riðill er jafn spennandi og sá íslenski í undankeppni HM 2018 og hér er aðeins búið að fara yfir nokkra möguleika í stöðunni. Heimir Hallgrímsson og leikmenn landsliðsins ætla sjálfsagt aðeins að hugsa um að vinna sína leiki og vona að það sé nóg. Hér fyrir neðan má sjá stigafjölda liða í toppbaráttu I-riðils og hvaða leiki hvert lið á eftir.1. sæti: Króatía (16 stig)Markatala: 12-3 Leikir eftir: Króatía - Finnland Úkraína - Króatía2. sæti: Ísland (16 stig)Markatala: 11-7 Leikir eftir: Tyrkland - Ísland Ísland - Kósóvó3. sæti: Tyrkland (14 stig)Markatala: 12-8 Leikir eftir: Tyrkland - Ísland Finnland - Tyrkland4. sæti: Úkraína (14 stig)Markatala: 11-7 Leikir eftir: Kósóvó - Úkraína Úkraína - Króatía HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Ísland vann í gær sinn tólfta sigur í síðustu fimmtán leikjum sínum á Laugardalsvelli. 6. september 2017 09:30 Draumurinn um Rússland lifir Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli í gær varð til þess að Ísland vann magnaðan 2-0 sigur á Úkraínu. Strákarnir eru því komnir í bullandi baráttu á nýjan leik um sæti á HM. 6. september 2017 06:00 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Myndir frá sigrinum frábæra á Úkraínu Ísland jafnaði Króatíu að stigum á toppi I-riðils undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 23:15 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Ísland er í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Eftir sigurinn eru Ísland og Króatía jöfn á toppi riðilsins með sextán stig hvort þegar tvær umferðir eru eftir. Króatar hafa þó betri markatölu sem munar fimm mörkum. Íslenskt landslið hefur aldrei áður tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu en möguleikarnir að þessu sinni eru góðir. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Sigurvegari hvers riðils kemst beint í lokakeppnina en átta af þeim níu liðum sem enda í öðru sæti síns riðils tryggja sér sæti í umspili sem fer fram í nóvember um laust sæti á HM. Ísland komst í slíkt umspil fyrir fjórum árum síðan og mátti þá sætta sig við tap gegn Króatíu, 2-0 samanlagt. Leikið var heima og að heiman.Ekki nóg að vinna báða leikina Ef að Ísland og Króatía halda stöðu sinni til loka riðlakeppninnar og verða jöfn að stigum í efsta sæti mun árangur í innbyrðisviðureignum ekki ráða því hvort liðið endi ofar. Það verður einfaldlega það lið sem er með betra markahlutfall og sem stendur eru Króatar með mun hagstæðari markatölu (12-3) en Ísland (11-7). Það er því líklegt að Ísland þurfi að vinna báða leiki sína sem eftir eru, gegn Tyrklandi á útivelli og Kósóvó heima, og treysta á að Króatía misstígi sig í öðrum sinna leikja (Finnland heima og Úkraína úti) til að strákarnir okkar vinni riðilinn og fari beint á HM í Rússlandi. Það eru fleiri möguleikar í stöðunni enda Tyrkland og Úkraína enn í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með fjórtán stig, tveimur á eftir Króatíu og Íslandi.Eins og sakir standa væri það Wales sem sæti eftir sem það lið í öðru sæti riðils síns sem væri með lakastan árangur. Í þessum samanburði eru úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti dregin frá. Sigur Íslands í Kósóvó telur sem dæmi ekki.WikipediaMikilvægur leikur í Tyrklandi Líklegt er að fjögur stig dugi Íslandi til að komast í umspilið, en það er ekki öruggt að það sé nóg. Ef Ísland kemst í 20 stig munu Tyrkir ekki ná okkar mönnum að stigum, enda myndi það þýða að Ísland myndi annað hvort vinna eða gera jafntefli við Tyrkland í Eskisehir þann 6. október. Úkraína gæti einnig náð 20 stigum en þyrfti þá að vinna Króatíu í lokaumferðinni. Ísland og Úkraína myndu þá enda jöfn í efsta sæti riðilsins og markahlutfall myndi ráða hvort liðið endaði ofar. Allar líkur eru á því að 20 stig í öðru sæti riðilsins myndu duga Íslandi eða Úkraínu til að ná einu af átta umspilssætunum. Við þann samanburð eru úrslitin gegn liðinu sem hafnar í neðst sæti riðilsins dregin frá heildarstigafjöldanum í samanburði við hin liðin í öðru sæti riðlanna. Sex stig myndu því dragast frá Íslandi og liðið enda með 14 stig í samanburðinum.Strákarnir okkar fagna.Vísir/EyþórDugar sigur á Kósóvó? Ef að Ísland tapar fyrir Tyrklandi þann 6. október er mjög líklegt að strákarnir okkar verði í fjórða sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Þá yrði erfitt að komast aftur upp í annað sætið með því að leggja Kósóvó að velli en Ísland þyrfti þá að treysta á sigur Króatíu í Úkraínu og að Tyrkland myndi ekki vinna í Finnlandi á sama tíma. Mikilvægi leiks Tyrklands og Íslands er af þeim sökum gríðarlegt. Ekki aðeins myndi eitt stig í þeim leik hjálpa Íslandi mjög mikið heldur einnig halda Tyrklandi tveimur stigum fyrir neðan Ísland í stigatöflunni. Enginn riðill er jafn spennandi og sá íslenski í undankeppni HM 2018 og hér er aðeins búið að fara yfir nokkra möguleika í stöðunni. Heimir Hallgrímsson og leikmenn landsliðsins ætla sjálfsagt aðeins að hugsa um að vinna sína leiki og vona að það sé nóg. Hér fyrir neðan má sjá stigafjölda liða í toppbaráttu I-riðils og hvaða leiki hvert lið á eftir.1. sæti: Króatía (16 stig)Markatala: 12-3 Leikir eftir: Króatía - Finnland Úkraína - Króatía2. sæti: Ísland (16 stig)Markatala: 11-7 Leikir eftir: Tyrkland - Ísland Ísland - Kósóvó3. sæti: Tyrkland (14 stig)Markatala: 12-8 Leikir eftir: Tyrkland - Ísland Finnland - Tyrkland4. sæti: Úkraína (14 stig)Markatala: 11-7 Leikir eftir: Kósóvó - Úkraína Úkraína - Króatía
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Ísland vann í gær sinn tólfta sigur í síðustu fimmtán leikjum sínum á Laugardalsvelli. 6. september 2017 09:30 Draumurinn um Rússland lifir Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli í gær varð til þess að Ísland vann magnaðan 2-0 sigur á Úkraínu. Strákarnir eru því komnir í bullandi baráttu á nýjan leik um sæti á HM. 6. september 2017 06:00 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Myndir frá sigrinum frábæra á Úkraínu Ísland jafnaði Króatíu að stigum á toppi I-riðils undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 23:15 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Ísland vann í gær sinn tólfta sigur í síðustu fimmtán leikjum sínum á Laugardalsvelli. 6. september 2017 09:30
Draumurinn um Rússland lifir Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli í gær varð til þess að Ísland vann magnaðan 2-0 sigur á Úkraínu. Strákarnir eru því komnir í bullandi baráttu á nýjan leik um sæti á HM. 6. september 2017 06:00
Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42
Myndir frá sigrinum frábæra á Úkraínu Ísland jafnaði Króatíu að stigum á toppi I-riðils undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 23:15