Eyðilagði Van Gaal hollenskan fótbolta? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:00 Van Gaal stýrði Hollendingum á HM 2014 Vísir/getty Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira
Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira
Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00
Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52