Eyðilagði Van Gaal hollenskan fótbolta? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:00 Van Gaal stýrði Hollendingum á HM 2014 Vísir/getty Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00
Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52