Innlent

Rændi mann í Hafnarfirði með rafbyssu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rafbyssur eru víða notaðar við löggæslu, t.a.m. í Bretlandi, en eru ólöglegar hér á landi.
Rafbyssur eru víða notaðar við löggæslu, t.a.m. í Bretlandi, en eru ólöglegar hér á landi. Vísir/getty
Lögreglan hefur nú til rannsóknar vopnað rán sem framið var í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fékk hún tilkynningu um að manni hafi verið ógnað með rafbyssu á tíunda tímanum.

Fram kemur í dagbók lögreglu að hann hafi látið af hendi einhverja peninga en ekki er nánar greind frá því hvort hann hafi skaðast eitthvað eða hvort lögreglan viti hver ræninginn er.

Þá rötuðu tvær vespur í dagbók lögreglunnar í nótt. Þannig fékk hún tilkynningu um eld í vespu í Grafarvogi um klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í henni.

Þá hafði lögreglan afskipti af ökumanni vespu við Kirkjustræti um klukkan eitt í nótt. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna sem og að vera á stolinni vespu.

Einnig var eitthvað um ölvunar- og hraðaakstur í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×