Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2017 18:15 Heimir ásamt þjálfaraliði sínu fyrir leik. Vísir/Ernir „Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
„Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00