Sá siðlausasti vinnur Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 2. september 2017 11:58 Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki. Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.Spillt stjórnmálamenning Vinnubrögð af þessu tagi virðast því miður vera lenskan í Sjálfstæðisflokknum. Það er engu líkara en að í stofnunum flokksins sé innbyggður hvati til óheiðarleika og spillingar. Þetta er ekki bara vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir samfélagið allt. Spillt stjórnmálamenning í stjórnmálaflokki á það til að smitast yfir í sveitarstjórnir, Alþingi og aðrar stofnanir samfélagsins. Við brenndum okkur á þessu haustið 2008, þegar spillingin í Sjálfstæðisflokknum átti stóran þátt í að setja Ísland á hausinn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið. Spilling virðist grassera eins og myglusveppur í Valhöll og einkennin sjást greinilega í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsbarátta virðist vera einhvers konar keppni í klækjum. Það er orðið löngu tímabært að þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins fari í meiriháttar naflaskoðun og taki heiðarlegt uppgjör við stjórnmálamenninguna í flokknum. Það er nauðsynlegt ef okkur á einhvern tíma að takast að skapa heilbrigða stjórnmálamenningu á Íslandi. „Unga fólkið er framtíðin,“ skrifaði Ísak Rúnarsson í pistli á Vísi þann 26. júlí síðastliðinn. Það er hins vegar engin framtíð fólgin í spillingu og óheiðarleika. Við sem erum ung og að stíga okkar fyrstu skref í pólitík verðum að bera gæfu til þess að hafna slíkum vinnubrögðum fortíðar. Annars mun okkur aldrei takast að auka traust á stjórnmálum, heldur þvert á móti halda áfram að draga úr því með vondum afleiðingum fyrir lýðræðið. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Tengdar fréttir Leyndardómsfullir fólksflutningar í aðdraganda formannskosninga Sjö ungir menn, sem allir bjuggu áður í öðrum bæjarfélögum, hafa flutt lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík í aðdraganda sambandsþings Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, sem haldið verður helgina 8.-10. september. 1. september 2017 22:15 Fimm aðildarfélög SUS hyggjast segja sig úr sambandinu Ingvar Smári, sem býður sig fram til formanns segir að "stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ 30. ágúst 2017 23:31 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki. Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.Spillt stjórnmálamenning Vinnubrögð af þessu tagi virðast því miður vera lenskan í Sjálfstæðisflokknum. Það er engu líkara en að í stofnunum flokksins sé innbyggður hvati til óheiðarleika og spillingar. Þetta er ekki bara vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir samfélagið allt. Spillt stjórnmálamenning í stjórnmálaflokki á það til að smitast yfir í sveitarstjórnir, Alþingi og aðrar stofnanir samfélagsins. Við brenndum okkur á þessu haustið 2008, þegar spillingin í Sjálfstæðisflokknum átti stóran þátt í að setja Ísland á hausinn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið. Spilling virðist grassera eins og myglusveppur í Valhöll og einkennin sjást greinilega í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsbarátta virðist vera einhvers konar keppni í klækjum. Það er orðið löngu tímabært að þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins fari í meiriháttar naflaskoðun og taki heiðarlegt uppgjör við stjórnmálamenninguna í flokknum. Það er nauðsynlegt ef okkur á einhvern tíma að takast að skapa heilbrigða stjórnmálamenningu á Íslandi. „Unga fólkið er framtíðin,“ skrifaði Ísak Rúnarsson í pistli á Vísi þann 26. júlí síðastliðinn. Það er hins vegar engin framtíð fólgin í spillingu og óheiðarleika. Við sem erum ung og að stíga okkar fyrstu skref í pólitík verðum að bera gæfu til þess að hafna slíkum vinnubrögðum fortíðar. Annars mun okkur aldrei takast að auka traust á stjórnmálum, heldur þvert á móti halda áfram að draga úr því með vondum afleiðingum fyrir lýðræðið. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Leyndardómsfullir fólksflutningar í aðdraganda formannskosninga Sjö ungir menn, sem allir bjuggu áður í öðrum bæjarfélögum, hafa flutt lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík í aðdraganda sambandsþings Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, sem haldið verður helgina 8.-10. september. 1. september 2017 22:15
Fimm aðildarfélög SUS hyggjast segja sig úr sambandinu Ingvar Smári, sem býður sig fram til formanns segir að "stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ 30. ágúst 2017 23:31
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun