Svifryk og svartolía - dauðans alvara Þórlaug Ágústsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 1. september 2017 14:21 Svartolíumengun og afleiðingar hennar eru dauðans alvara fyrir einstaklinga og vistkerfið í heild. Fyrir þessu eru vísindalegar sannanir. Heilsa landsmanna og lífríki landsins eiga ekki bara að njóta vafans - því það það er enginn vafi. Þau þarfnast verndar. Umhverfisstofnun ESB segir í nýlegri skýrslu að árið 2015 hafi allt að „hundrað manns hafi dáið ótímabært af völdum loftmengunar á Íslandi. Hluti þessarar loftmengunar kemur frá skemmtiferðaskipum sem liggja við höfn. Loftmengunin hefur einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks þótt hún leiði ekki til dauða.”Þor til að taka ákvarðanirNýlegar mælingar á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands sýna einnig að svifryk í Reykjavík er langt yfir öllum mörkum og óboðlegt heilsu borgarbúa. Mengandi svifryk á sér fyrst og fremst rætur í samgöngum okkar og gestanna okkar, og í hvert sinn sem við ferðumst eða kaupum bætum við í útblástursskýið. Gróðurhúsalofttegundir ógna velferð mannkyns og við þurfum að bregðast við hratt og allstaðar þar sem hægt er. Svarið er ekki aðgerðaleysi, heldur að velja umhverfisvænni valkosti. Tækninýjungar koma fram nær daglega og það getur verið erfitt að þora að taka stórar ákvarðanir, en það þarf að gera hér.Viðsnúningur er möguleikiUm Faxaflóahafnir fara flest skip landsins og sífellt fleiri skemmtiferðaskip eiga þar viðlegu. Brennisteinsútblástur frá þessum skipum og annarri skipaumferð, er vaxandi vandamál sem Faxaflóahafnir hafa viljað taka á lengi. Félagið lét vinna úttekt á möguleikum í rafmagnstengingum skipa og hefur hafnarstjóri, Gísli Gíslason, verið leiðandi í umræðunni um að Íslendingar staðfesti viðauka VI við MARPOL-samninginn sem fjallar um um takmörkun á útblæstri brennisteinsefna, köfnunarefnissambanda og rykagna. Með þessu væri stigið fyrsta skrefið að stofnun svokallaðs ECA-svæðis í landhelginni en það myndi þýða að öll skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla ECA-reglur um efnainnhald eldsneytis. Reynslan af stofnun ECA-svæða í Eystrasalti og Norðursjó hefur sýnt að þessar aðgerðir bera árangur og það hratt eins og undraverður viðsnúningur á dýralífi þar hefur sýnt.Vernda þarf alla landhelginaNú í mai samþykkti stjórn Faxaflóa áskorun um bann á notkun svartolíu við Ísland og fór fram á hið sama af eigendum sínum, sveitarfélögunum við Faxaflóa. Undirritaðar Pírötur taka undir með Faxaflóahöfnum og skorum á stjórnvöld að samþykkja og færa í lög sem fyrst viðauka VI á MARPOL-samningnum. Í kvöldfréttum í gær sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra að skynsamlegt væri að „finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun." Að okkar mati er það alls ekki nógu langt gengið. Landhelgin öll ætti að vera markmiðið. Það dugar skammt að handvelja einstaka viðkvæm þegar enginn vafi ríkir lengur um skaðsemi svartolíubrunans og gögn sýna svart á hvítu að mengunin kostar Íslensk mannslíf. Hér er þörf á aðgerðum, ekki frekara samráði við sterka hagsmunaaðila. Líf og heilsa landsmanna eiga alltaf að njóta vafans.Höfundar eru fulltrúi Pírata í stjórn Faxaflóahafna og áheyrnarfulltrúi Pírata í Skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Svartolíumengun og afleiðingar hennar eru dauðans alvara fyrir einstaklinga og vistkerfið í heild. Fyrir þessu eru vísindalegar sannanir. Heilsa landsmanna og lífríki landsins eiga ekki bara að njóta vafans - því það það er enginn vafi. Þau þarfnast verndar. Umhverfisstofnun ESB segir í nýlegri skýrslu að árið 2015 hafi allt að „hundrað manns hafi dáið ótímabært af völdum loftmengunar á Íslandi. Hluti þessarar loftmengunar kemur frá skemmtiferðaskipum sem liggja við höfn. Loftmengunin hefur einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks þótt hún leiði ekki til dauða.”Þor til að taka ákvarðanirNýlegar mælingar á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands sýna einnig að svifryk í Reykjavík er langt yfir öllum mörkum og óboðlegt heilsu borgarbúa. Mengandi svifryk á sér fyrst og fremst rætur í samgöngum okkar og gestanna okkar, og í hvert sinn sem við ferðumst eða kaupum bætum við í útblástursskýið. Gróðurhúsalofttegundir ógna velferð mannkyns og við þurfum að bregðast við hratt og allstaðar þar sem hægt er. Svarið er ekki aðgerðaleysi, heldur að velja umhverfisvænni valkosti. Tækninýjungar koma fram nær daglega og það getur verið erfitt að þora að taka stórar ákvarðanir, en það þarf að gera hér.Viðsnúningur er möguleikiUm Faxaflóahafnir fara flest skip landsins og sífellt fleiri skemmtiferðaskip eiga þar viðlegu. Brennisteinsútblástur frá þessum skipum og annarri skipaumferð, er vaxandi vandamál sem Faxaflóahafnir hafa viljað taka á lengi. Félagið lét vinna úttekt á möguleikum í rafmagnstengingum skipa og hefur hafnarstjóri, Gísli Gíslason, verið leiðandi í umræðunni um að Íslendingar staðfesti viðauka VI við MARPOL-samninginn sem fjallar um um takmörkun á útblæstri brennisteinsefna, köfnunarefnissambanda og rykagna. Með þessu væri stigið fyrsta skrefið að stofnun svokallaðs ECA-svæðis í landhelginni en það myndi þýða að öll skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla ECA-reglur um efnainnhald eldsneytis. Reynslan af stofnun ECA-svæða í Eystrasalti og Norðursjó hefur sýnt að þessar aðgerðir bera árangur og það hratt eins og undraverður viðsnúningur á dýralífi þar hefur sýnt.Vernda þarf alla landhelginaNú í mai samþykkti stjórn Faxaflóa áskorun um bann á notkun svartolíu við Ísland og fór fram á hið sama af eigendum sínum, sveitarfélögunum við Faxaflóa. Undirritaðar Pírötur taka undir með Faxaflóahöfnum og skorum á stjórnvöld að samþykkja og færa í lög sem fyrst viðauka VI á MARPOL-samningnum. Í kvöldfréttum í gær sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra að skynsamlegt væri að „finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun." Að okkar mati er það alls ekki nógu langt gengið. Landhelgin öll ætti að vera markmiðið. Það dugar skammt að handvelja einstaka viðkvæm þegar enginn vafi ríkir lengur um skaðsemi svartolíubrunans og gögn sýna svart á hvítu að mengunin kostar Íslensk mannslíf. Hér er þörf á aðgerðum, ekki frekara samráði við sterka hagsmunaaðila. Líf og heilsa landsmanna eiga alltaf að njóta vafans.Höfundar eru fulltrúi Pírata í stjórn Faxaflóahafna og áheyrnarfulltrúi Pírata í Skipulagsráði Reykjavíkur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun