„Þú myrtir þessa stelpu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 12:52 Grímur Grímsson mætir í Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira