„Þú myrtir þessa stelpu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 12:52 Grímur Grímsson mætir í Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira