Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 09:18 Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur, í dómsal í morgun. vísir/vilhelm Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00