Bankalánið Benedikt Bogason Einar Valur Ingimundarson skrifar 1. september 2017 07:00 Það var hreint og klárt „bankalán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæstaréttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil. Í fyrri grein minni rakti ég samskiptin við Landsbankann. Í stuttu máli hafði Landsbankinn hundsað fyrirmæli mín á árinu 2008 um að selja hlutabréf til að greiða upp yfirdráttarlán. Ég taldi að bankinn ætti að bera hallann af því að fara ekki eftir þessum skýru fyrirmælum, sem að sjálfsögðu voru hljóðrituð í bankanum. En bankinn gaf sig ekki og höfðaði innheimtumál á hendur mér árið 2014.Skýr niðurstaða héraðsdóms Ég varði mig sjálfur gegn Landsbankanum. Þar gerði ég einkum kröfu um að bankinn framvísaði hljóðritunum af símtölum mínum við starfsfólks hans, þar sem ég gaf fyrirmæli um að skuldin yrði gerð upp með sölu hlutabréfanna. Dómari í héraðsdómi var Jón Finnbjörnsson. Hann gaf bankanum þrjá mánuði til að finna þessar upptökur, enda hefur lengi verið vinnuregla þar að hljóðrita öll símtöl sem snúa að fjárhagslegum ákvörðunum. Bankinn sagðist engar upptökur finna. Dómarinn spurði hvort ég vildi reyna að sanna málsvörn mína á annan hátt og þáði ég það. Kom þá í ljós að ég gat fundið tvö vitni að þessum samskiptum mínum við bankann. Annað var vitni að símtali sem ég átti við starfsmann bankans og hitt vitnið mætti í bankann með mér á tilteknum degi þar sem ég ítrekaði kröfu mína um sölu bréfanna. Dómarinn tók framburð vitnanna góð og gild og sýknaði mig af kröfu bankans.Hraksmánarleg vinnubrögð hæstaréttardómara Landsbankinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar var Jóhanna Claessen, yfirmaður lánadeildar Landsbankans, svo ljónheppin að fá Benedikt Bogason sem dómsformann. Skemmst er frá því að segja að halda mætti að Benedikt hafi varla kynnt sér gögn málsins þegar hann kvað upp dóminn. Hæstaréttardómarinn sagði ósannað að ég hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin til að borga upp lánið. Hann sagði að það væri mitt vandamál að bankinn fyndi ekki hljóðupptökur af símtölunum, þar sem ég gat ekki munað við hvaða starfsmenn ég hefði talað á sínum tíma. Ábyrgðina á varðveislu símtalanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bankanum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Benedikt bankavinur hafði að engu framburð vitnanna um samskipti mín við bankann. Þannig gaf hann skít í hið faglega mat Jóns Finnbjörnssonar héraðsdómara á frásögn þeirra. Jón hafði yfirheyrt vitnin mjög rækilega til að vera viss um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Rökrétt hefði verið af Hæstarétti að sýkna mig af kröfu Landsbankans, eða vísa málinu aftur í hérað til að gefa bankanum annað tækifæri til að framvísa hljóðupptökunum. Niðurstaða Benedikts Bogasonar Landsbankanum í hag er vægast sagt stórfurðuleg. Hann horfir alfarið framhjá upplýsingum sem fram komu í héraðsdómi og styðja mitt mál að öllu leyti.Hin „æskilega“ niðurstaða Líklega á lýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, ágætlega við um þessa bankafyrirgreiðslu Benedikts Bogasonar. Jón Steinar kemst svo að orði í nýlegum pistli á Pressunni: „Ef dómari finnur ekki gildan rökstuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann að gerast að komist sé að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.“ Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var hreint og klárt „bankalán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæstaréttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil. Í fyrri grein minni rakti ég samskiptin við Landsbankann. Í stuttu máli hafði Landsbankinn hundsað fyrirmæli mín á árinu 2008 um að selja hlutabréf til að greiða upp yfirdráttarlán. Ég taldi að bankinn ætti að bera hallann af því að fara ekki eftir þessum skýru fyrirmælum, sem að sjálfsögðu voru hljóðrituð í bankanum. En bankinn gaf sig ekki og höfðaði innheimtumál á hendur mér árið 2014.Skýr niðurstaða héraðsdóms Ég varði mig sjálfur gegn Landsbankanum. Þar gerði ég einkum kröfu um að bankinn framvísaði hljóðritunum af símtölum mínum við starfsfólks hans, þar sem ég gaf fyrirmæli um að skuldin yrði gerð upp með sölu hlutabréfanna. Dómari í héraðsdómi var Jón Finnbjörnsson. Hann gaf bankanum þrjá mánuði til að finna þessar upptökur, enda hefur lengi verið vinnuregla þar að hljóðrita öll símtöl sem snúa að fjárhagslegum ákvörðunum. Bankinn sagðist engar upptökur finna. Dómarinn spurði hvort ég vildi reyna að sanna málsvörn mína á annan hátt og þáði ég það. Kom þá í ljós að ég gat fundið tvö vitni að þessum samskiptum mínum við bankann. Annað var vitni að símtali sem ég átti við starfsmann bankans og hitt vitnið mætti í bankann með mér á tilteknum degi þar sem ég ítrekaði kröfu mína um sölu bréfanna. Dómarinn tók framburð vitnanna góð og gild og sýknaði mig af kröfu bankans.Hraksmánarleg vinnubrögð hæstaréttardómara Landsbankinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar var Jóhanna Claessen, yfirmaður lánadeildar Landsbankans, svo ljónheppin að fá Benedikt Bogason sem dómsformann. Skemmst er frá því að segja að halda mætti að Benedikt hafi varla kynnt sér gögn málsins þegar hann kvað upp dóminn. Hæstaréttardómarinn sagði ósannað að ég hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin til að borga upp lánið. Hann sagði að það væri mitt vandamál að bankinn fyndi ekki hljóðupptökur af símtölunum, þar sem ég gat ekki munað við hvaða starfsmenn ég hefði talað á sínum tíma. Ábyrgðina á varðveislu símtalanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bankanum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Benedikt bankavinur hafði að engu framburð vitnanna um samskipti mín við bankann. Þannig gaf hann skít í hið faglega mat Jóns Finnbjörnssonar héraðsdómara á frásögn þeirra. Jón hafði yfirheyrt vitnin mjög rækilega til að vera viss um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Rökrétt hefði verið af Hæstarétti að sýkna mig af kröfu Landsbankans, eða vísa málinu aftur í hérað til að gefa bankanum annað tækifæri til að framvísa hljóðupptökunum. Niðurstaða Benedikts Bogasonar Landsbankanum í hag er vægast sagt stórfurðuleg. Hann horfir alfarið framhjá upplýsingum sem fram komu í héraðsdómi og styðja mitt mál að öllu leyti.Hin „æskilega“ niðurstaða Líklega á lýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, ágætlega við um þessa bankafyrirgreiðslu Benedikts Bogasonar. Jón Steinar kemst svo að orði í nýlegum pistli á Pressunni: „Ef dómari finnur ekki gildan rökstuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann að gerast að komist sé að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.“ Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun