Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 11:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum í morgun að loknum fundinum með Bjarna. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08