Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 16:15 Maðurinn sótti um uppreist æru í mars 2016 og fékk samþykkt með undirskrift forsta Íslands í Reykjavík 8. ágúst sama ár. Vísir/Vilhelm Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, og myndlistamaðurinn Tolli Morthens, veittu umsagnir fyrir mann sem sótti um uppreist æru í mars árið 2016 og fékk 8. ágúst í fyrra. Maðurinn sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun.Tolli Morthens lýsir manninum sem ungum og traustum.Vísir/GVAÁbyrgur og traustur Þorlákur Morthens gengur jafnan undir nafninu Tolli Morthens. Í bréfinu sem hann ritar undir, sem dagsett er 8. mars 2016, kemur fram að það sé honum bæði ljúft og skylt að votta að hann hafi verið samferða manninum undanfarin ár. „Og hef þar kynnst ábyrgum og traustum manni sem hefur lagt á sig mikla og heiðarlega vinnu í sjálfan sig og er í dag það sem við köllum, traustur samborgari,“ segir í bréfinu. „Mér er það því ánægju efni að geta stutt hann með þessu bréfkorni til þess að hann hljóti uppreist æru okkur öllum til heilla,“ segir einnig í bréfinu en að lokum er tekið fram að ef frekari upplýsinga þarfnast sé sjálfsagt að veita það þegar hentar.Solla hefur þekkt manninn í þrjátíu ár. Um fallegan vinskap er að ræða, segir Solla í bréfinu.Vísir/VilhelmFallegur þrjátíu ára vinskapur Í bréfinu sem Sólveig ritar undir, sem dagsett er 5. mars 2016, kemur fram að til hennar hafi leitað vinur hennar sem hún hefur þekkt í nær þrjátíu ár vegna umsóknar hans um að fá uppreist æru. Hún segir fallegan vinskap hafa orðið á milli þeirra frá því þau hittust fyrst sem hefur haldist síðan. „Og ég er sannfærð um að muni aldrei rofna,“ skrifar Sólveig. Hún segir manninn vera einstaklega opinn og hjartahlýjan, sem og góðan föður og afa eftir því sem hún veit best. Sólveig segist hafa fengið að sjá manninn vaxa og dafna frá því dómur féll yfir honum. „Og verða fallegri og stærri einstakling á öllum sviðum.“ Hún segir hann traustan, heiðarlegan og góðan vin með einstaklega sterka réttlætiskennd. „Hann er greiðvikinn og vinamargur enda leita margir til hans í okkar sameiginlega vinahóp.“Maðurinn fékk uppreist æru þann 8. ágúst í fyrra.Ekki nafngreindur í dómnum Í bréfinu mælir hún eindregið með því að hann fái uppreist æru, þar sem hann hefur með framkomu sinni og viðmóti, eftir að hann tók út refsingu sína, ekki sýnt henni né öðrum sem hann umgengst, neitt nema góða vináttu og virðingu. „Hann á það að mínu mati einfaldlega skilið og hefur fyllilega til þess unnið,“ segir að lokum. Umsókn mannsins er á meðal þeirra gagna sem dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum sem varða má þeirra sem hafa fengið uppreist æru frá 1995 til 2016. Er nafn mannsins afmáð vegna þess að viðkomandi dómstóll sem hafði mál hans til meðferðar ákvað að dómur skyldi birtur án nafns. Yfirleitt eru nöfn dæmdra manna birt í dómum nema í þeim tilfellum þegar þau eru afmáð til að vernda brotaþola. Í þeim tilfellum eru oftast tengsl milli hins dæmda og þolanda í málinu. Hins vegar koma nöfn meðmælenda fram í umsókn mannsins, sem er hluti af þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum aðgang að, og er þar að finna nöfn Sólveigar og Þorláks. Uppreist æru Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. 16. september 2017 19:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, og myndlistamaðurinn Tolli Morthens, veittu umsagnir fyrir mann sem sótti um uppreist æru í mars árið 2016 og fékk 8. ágúst í fyrra. Maðurinn sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun.Tolli Morthens lýsir manninum sem ungum og traustum.Vísir/GVAÁbyrgur og traustur Þorlákur Morthens gengur jafnan undir nafninu Tolli Morthens. Í bréfinu sem hann ritar undir, sem dagsett er 8. mars 2016, kemur fram að það sé honum bæði ljúft og skylt að votta að hann hafi verið samferða manninum undanfarin ár. „Og hef þar kynnst ábyrgum og traustum manni sem hefur lagt á sig mikla og heiðarlega vinnu í sjálfan sig og er í dag það sem við köllum, traustur samborgari,“ segir í bréfinu. „Mér er það því ánægju efni að geta stutt hann með þessu bréfkorni til þess að hann hljóti uppreist æru okkur öllum til heilla,“ segir einnig í bréfinu en að lokum er tekið fram að ef frekari upplýsinga þarfnast sé sjálfsagt að veita það þegar hentar.Solla hefur þekkt manninn í þrjátíu ár. Um fallegan vinskap er að ræða, segir Solla í bréfinu.Vísir/VilhelmFallegur þrjátíu ára vinskapur Í bréfinu sem Sólveig ritar undir, sem dagsett er 5. mars 2016, kemur fram að til hennar hafi leitað vinur hennar sem hún hefur þekkt í nær þrjátíu ár vegna umsóknar hans um að fá uppreist æru. Hún segir fallegan vinskap hafa orðið á milli þeirra frá því þau hittust fyrst sem hefur haldist síðan. „Og ég er sannfærð um að muni aldrei rofna,“ skrifar Sólveig. Hún segir manninn vera einstaklega opinn og hjartahlýjan, sem og góðan föður og afa eftir því sem hún veit best. Sólveig segist hafa fengið að sjá manninn vaxa og dafna frá því dómur féll yfir honum. „Og verða fallegri og stærri einstakling á öllum sviðum.“ Hún segir hann traustan, heiðarlegan og góðan vin með einstaklega sterka réttlætiskennd. „Hann er greiðvikinn og vinamargur enda leita margir til hans í okkar sameiginlega vinahóp.“Maðurinn fékk uppreist æru þann 8. ágúst í fyrra.Ekki nafngreindur í dómnum Í bréfinu mælir hún eindregið með því að hann fái uppreist æru, þar sem hann hefur með framkomu sinni og viðmóti, eftir að hann tók út refsingu sína, ekki sýnt henni né öðrum sem hann umgengst, neitt nema góða vináttu og virðingu. „Hann á það að mínu mati einfaldlega skilið og hefur fyllilega til þess unnið,“ segir að lokum. Umsókn mannsins er á meðal þeirra gagna sem dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum sem varða má þeirra sem hafa fengið uppreist æru frá 1995 til 2016. Er nafn mannsins afmáð vegna þess að viðkomandi dómstóll sem hafði mál hans til meðferðar ákvað að dómur skyldi birtur án nafns. Yfirleitt eru nöfn dæmdra manna birt í dómum nema í þeim tilfellum þegar þau eru afmáð til að vernda brotaþola. Í þeim tilfellum eru oftast tengsl milli hins dæmda og þolanda í málinu. Hins vegar koma nöfn meðmælenda fram í umsókn mannsins, sem er hluti af þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum aðgang að, og er þar að finna nöfn Sólveigar og Þorláks.
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. 16. september 2017 19:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09
Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. 16. september 2017 19:48
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30