Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 13:09 Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir þá staðreynd að einn umsagnaraðila þvertekur fyrir að hafa skrifað umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, vegna umsóknar hans um uppreist æru, afhjúpa hversu fáránlegt verklagið og framkvæmdin hafi verið við afgreiðslu þessara mála undanfarna áratugi. Þetta sagði Sigríður í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en þar minntist hún á frétt Vísis um málið þar sem kemur fram að ýmislegt bendi til þess að átt hafi verið við umsagnarbréf Hjalta. Í frétt Vísis kemur fram að einn umsagnaraðilanna, Sveinn Matthíasson, kannist við að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta en ekki í þeirri mynd sem því var skilað til ráðuneytisins og á allt öðrum forsendum. Í þættinum sagðist Sigríður hafa fengið eitt slíkt mál inn á borð til sín sem varðaði umsókn um uppreist æru. „Það fyrsta sem ég gerði var að spyrja hvernig eru svona mál afgreidd. Þá var mér tjáð það að þetta hefði verið tveimur öðrum ráðherrum á undan mér mjög þungbært og að þeir hafi látið rannsaka þetta mörgum sinnum og fengið mörg minnisblöð í hausinn um það að þeir þyrftu að skrifa undir þetta, “ sagði Sigríður.„Hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?“ Hún sagðist ekki hafa látið segja sér það. „Ég spurði, og spurði nákvæmlega, hvernig eru þessi mál, til dæmis umsagnaraðilar, hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?,“ sagði Sigríður. Hún sagðist hafa bent á að þetta væru dæmdir glæpamenn, þó þeir hefðu vissulega tekið út sinn dóm og afplánun, og sumir fyrir skjalafals. „Ég fékk þau svör það hafi aldrei verið gert, heldur hafi þessum skjölum verið tekið eins og þau komu fyrir, og ekki nema þá að það hafi vakið athygli eins og ungur aldur umsagnaraðila. Ég spurði þá sérstaklega: Ungur aldur? Það er rétt. Hvað með háaldrað fólk? Hringir það einhverjum viðvörunarbjöllum? Þessar athugasemdir gerði ég.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar.visir/hari„Hann verður að eiga það við mig“ Með Sigríði í þættinum var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en Logi fór fram á að hún myndi víkja sem dómsmálaráðherra fyrir að hafa brotið trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði verið einn af umsagnaraðilum Hjalta, þegar trúnaður átti að ríkja um gögnin. Logi sagði Sigríði í mótsögn við sjálfa sig í þessu máli, henni hafi mögulega gengið gott til en misstígið sig og hennar eina úrræði sé að segja af sér. „Það er ótrúlegt að ráðherra brjóti þennan trúnað með því að segja formanni Sjálfstæðisflokksins frá þessu. Hún neitaði alþingismönnum í stjórnskipunar' og eftirlitsnefnd um gögn það er mjög alvarlegt mál og hún situr í umboði alþingis. Það er ekki öfugt. “ „Ég braut auðvitað engan trúnað nema mögulega gagnvart Benedikt,“ sagði Sigríður. Logi sagði það vera rétt að hún hefði brotið trúnað gagnvart föður Bjarna og hafi ekki heimild til þess. „Já, hann verður að eiga það við mig,“ sagði Sigríður um föður Bjarna.Misvísandi fregnir af aðkomu Bjarna Logi spurði Sigríði hvers vegna hún taldi Bjarna þurfa að vita að faðir hans væri einn af umsagnaraðilunum. Var það vegna þess að hann væri pólitískur samherji hennar, forsætisráðherra eða formaður Sjálfstæðisflokksins. „Segðu mér, af hverju þurfti Bjarni að vita þetta?“ spurði Logi. Sigríður sagði að uppi hefði verið allskonar misskilningur um að Bjarni hefði haft aðkomu málinu, misvísinda fréttir hefðu bent til þess að Bjarni hefði jafnvel skrifað undir meðmælabréf og haft þannig aðkomu að því, þess vegna hefði hún viljað vita hvort hann hefði haft aðkomu að því, en sú hafi ekki verið raunin.Hægt er að hlusta á umræðuna í spilurunum hér fyrir neðan: Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir þá staðreynd að einn umsagnaraðila þvertekur fyrir að hafa skrifað umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, vegna umsóknar hans um uppreist æru, afhjúpa hversu fáránlegt verklagið og framkvæmdin hafi verið við afgreiðslu þessara mála undanfarna áratugi. Þetta sagði Sigríður í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en þar minntist hún á frétt Vísis um málið þar sem kemur fram að ýmislegt bendi til þess að átt hafi verið við umsagnarbréf Hjalta. Í frétt Vísis kemur fram að einn umsagnaraðilanna, Sveinn Matthíasson, kannist við að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta en ekki í þeirri mynd sem því var skilað til ráðuneytisins og á allt öðrum forsendum. Í þættinum sagðist Sigríður hafa fengið eitt slíkt mál inn á borð til sín sem varðaði umsókn um uppreist æru. „Það fyrsta sem ég gerði var að spyrja hvernig eru svona mál afgreidd. Þá var mér tjáð það að þetta hefði verið tveimur öðrum ráðherrum á undan mér mjög þungbært og að þeir hafi látið rannsaka þetta mörgum sinnum og fengið mörg minnisblöð í hausinn um það að þeir þyrftu að skrifa undir þetta, “ sagði Sigríður.„Hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?“ Hún sagðist ekki hafa látið segja sér það. „Ég spurði, og spurði nákvæmlega, hvernig eru þessi mál, til dæmis umsagnaraðilar, hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?,“ sagði Sigríður. Hún sagðist hafa bent á að þetta væru dæmdir glæpamenn, þó þeir hefðu vissulega tekið út sinn dóm og afplánun, og sumir fyrir skjalafals. „Ég fékk þau svör það hafi aldrei verið gert, heldur hafi þessum skjölum verið tekið eins og þau komu fyrir, og ekki nema þá að það hafi vakið athygli eins og ungur aldur umsagnaraðila. Ég spurði þá sérstaklega: Ungur aldur? Það er rétt. Hvað með háaldrað fólk? Hringir það einhverjum viðvörunarbjöllum? Þessar athugasemdir gerði ég.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar.visir/hari„Hann verður að eiga það við mig“ Með Sigríði í þættinum var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en Logi fór fram á að hún myndi víkja sem dómsmálaráðherra fyrir að hafa brotið trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði verið einn af umsagnaraðilum Hjalta, þegar trúnaður átti að ríkja um gögnin. Logi sagði Sigríði í mótsögn við sjálfa sig í þessu máli, henni hafi mögulega gengið gott til en misstígið sig og hennar eina úrræði sé að segja af sér. „Það er ótrúlegt að ráðherra brjóti þennan trúnað með því að segja formanni Sjálfstæðisflokksins frá þessu. Hún neitaði alþingismönnum í stjórnskipunar' og eftirlitsnefnd um gögn það er mjög alvarlegt mál og hún situr í umboði alþingis. Það er ekki öfugt. “ „Ég braut auðvitað engan trúnað nema mögulega gagnvart Benedikt,“ sagði Sigríður. Logi sagði það vera rétt að hún hefði brotið trúnað gagnvart föður Bjarna og hafi ekki heimild til þess. „Já, hann verður að eiga það við mig,“ sagði Sigríður um föður Bjarna.Misvísandi fregnir af aðkomu Bjarna Logi spurði Sigríði hvers vegna hún taldi Bjarna þurfa að vita að faðir hans væri einn af umsagnaraðilunum. Var það vegna þess að hann væri pólitískur samherji hennar, forsætisráðherra eða formaður Sjálfstæðisflokksins. „Segðu mér, af hverju þurfti Bjarni að vita þetta?“ spurði Logi. Sigríður sagði að uppi hefði verið allskonar misskilningur um að Bjarni hefði haft aðkomu málinu, misvísinda fréttir hefðu bent til þess að Bjarni hefði jafnvel skrifað undir meðmælabréf og haft þannig aðkomu að því, þess vegna hefði hún viljað vita hvort hann hefði haft aðkomu að því, en sú hafi ekki verið raunin.Hægt er að hlusta á umræðuna í spilurunum hér fyrir neðan:
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30