Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á leið til þingflokksfundar í Valhöll í gær. VÍSIR/VILHELM Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira