Forystukapall og átök í vændum fyrir kosningar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. september 2017 06:00 Fréttamenn tóku á móti Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra fyrir utan Valhöll klukkan 11 í gær. VÍSIR/VILHELM Gengið verður til þingkosninga eins fljótt og auðið er eftir að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Forsætisráðherra vonast til að það geti orðið strax í nóvember. Fyrirséð er að forystukapall og innanflokksátök eru í vændum innan nokkurra flokka fyrir komandi kosningar. Þetta leiddi athugun Fréttablaðsins í ljós þar sem tekin var staðan á þeim flokkum þar sem vendinga kann að vera að vænta í ljósi yfirvofandi kosninga. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við Valhöll í gær.Vísir/VilhelmGuðlaugur Þór í startholunum Opinberlega halda Sjálfstæðismenn uppi vörnum fyrir Bjarna Benediktsson sem sjálfur lætur engan bilbug á sér finna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að Bjarni nyti trausts og trúnaðar í þingflokknum líkt og aðrir ráðherrar. Landsfundur flokksins á að fara fram 3.-5. nóvember næstkomandi þar sem m.a. verður kjörinn formaður. Innan úr flokknum herma heimildir að nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hafi heyrst ansi oft í samtölum innanflokks um leiðtogaefni undanfarinn sólarhring. Hvort Guðlaugur meti stöðu Bjarna það laskaða eftir stjórnarslitin að hann muni taka formannsslaginn við hann á komandi landsfundi á þó eftir að koma í ljós. Frá fundi þingflokks Viðreisnar í vor þegar ákveðið var hvaða þrír þingmenn flokksins yrðu ráðherrar.Visir/EyþórÞorgerður og Hanna klárar í slag Heimildir Fréttablaðsins innan úr Viðreisn herma að mikill þrýstingur sé á Benedikt Jóhannesson og formannsstóll hans sé orðinn sjóðheitur. Þung undiralda sé nú með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að taka við leiðtogataumunum í flokknum. Þorgerður Katrín sjálf er sögð ekki útiloka neitt og reiðubúin að taka slaginn við Benedikt um formannsstólinn ef kallið kemur. Sömu sögu er að segja af þingflokksformanninum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur, og Þorsteini Víglundssyni, sem sögð er reiðubúin til að leiða flokkinn. Lykilfólk í flokknum talar á þá leið að breytinga sé þörf í forystu flokksins fyrir kosningar.Nafn Helga Hrafns hefur verið orðað við endurkomu í forystu Pírata.Vísir/GVABirgitta hætti og Helgi komi inn Endurnýjun kann að vera í kortunum hjá forystu Pírata komi til kosninga. Nýkjörinn þingflokksformaður, Birgitta Jónsdóttir, hafði fyrir rétt um mánuði síðan lýst því yfir í Fréttablaðinu að hún gæfi ekki kost á sér í næstu kosningum. Í ljósi nýjustu vendinga er ljóst að næstu kosningar verða fyrr en Birgittu grunaði þegar hún gaf þessa yfirlýsingu. Ekkert fæst uppgefið opinberlega um áform Birgittu en heimildir Fréttablaðsins herma að hún líti svo á að hún sé bundin af fyrri yfirlýsingum. Með öllu óvíst er því hvort hún verði í brúnni. Á móti kemur að nafn Helga Hrafns Guðmundssonar er nú sterklega orðað við endurkomu í forystu Pírata. Helgi Hrafn naut mikilla vinsælda á síðasta kjörtímabili og hörmuðu það margir þegar hann tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér í síðustu kosningum. Hann ætlaði að sitja á hliðarlínunni eitt kjörtímabil en þykir líklegur að snúa aftur.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið orðaður við stofnun nýs flokks.Visir/EyþórSigmundur Davíð skoðar nýjan flokk Þó gróið hafi að hluta um sár innan raða Framsóknarflokksins í kjölfar mikilla átaka í forystu flokksins og milli fylkinga formannsins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, og forvera hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá heyrast þar enn óánægjuraddir. Sigmundur Davíð hefur verið orðaður við stofnun nýs stjórnmálaflokks fyrir næstu kosningar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekkert útilokað í þeim efnum og það sagður raunverulega möguleiki sem forsætisráðherrann fyrrverandi sé að skoða. Margir veittu því athygli að hann var ekki á fundi þingflokksins á föstudagsmorgun í kjölfar tíðindanna um stjórnarslit, enda kom á daginn að hann var staddur á Djúpavogi. Á meðan Sigmundur Davíð lítur út á við, í það minnsta með öðru auganu, þá hafa háværar raddir innan flokksins kallað eftir Lilju Alfreðsdóttur í sæti Sigurðar. Óvíst er með áhuga Lilju á því en ljóst er að Sigurðar Inga kann að bíða ærið verkefni að þétta raðir flokksins fyrir komandi átök. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Gengið verður til þingkosninga eins fljótt og auðið er eftir að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Forsætisráðherra vonast til að það geti orðið strax í nóvember. Fyrirséð er að forystukapall og innanflokksátök eru í vændum innan nokkurra flokka fyrir komandi kosningar. Þetta leiddi athugun Fréttablaðsins í ljós þar sem tekin var staðan á þeim flokkum þar sem vendinga kann að vera að vænta í ljósi yfirvofandi kosninga. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við Valhöll í gær.Vísir/VilhelmGuðlaugur Þór í startholunum Opinberlega halda Sjálfstæðismenn uppi vörnum fyrir Bjarna Benediktsson sem sjálfur lætur engan bilbug á sér finna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að Bjarni nyti trausts og trúnaðar í þingflokknum líkt og aðrir ráðherrar. Landsfundur flokksins á að fara fram 3.-5. nóvember næstkomandi þar sem m.a. verður kjörinn formaður. Innan úr flokknum herma heimildir að nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hafi heyrst ansi oft í samtölum innanflokks um leiðtogaefni undanfarinn sólarhring. Hvort Guðlaugur meti stöðu Bjarna það laskaða eftir stjórnarslitin að hann muni taka formannsslaginn við hann á komandi landsfundi á þó eftir að koma í ljós. Frá fundi þingflokks Viðreisnar í vor þegar ákveðið var hvaða þrír þingmenn flokksins yrðu ráðherrar.Visir/EyþórÞorgerður og Hanna klárar í slag Heimildir Fréttablaðsins innan úr Viðreisn herma að mikill þrýstingur sé á Benedikt Jóhannesson og formannsstóll hans sé orðinn sjóðheitur. Þung undiralda sé nú með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að taka við leiðtogataumunum í flokknum. Þorgerður Katrín sjálf er sögð ekki útiloka neitt og reiðubúin að taka slaginn við Benedikt um formannsstólinn ef kallið kemur. Sömu sögu er að segja af þingflokksformanninum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur, og Þorsteini Víglundssyni, sem sögð er reiðubúin til að leiða flokkinn. Lykilfólk í flokknum talar á þá leið að breytinga sé þörf í forystu flokksins fyrir kosningar.Nafn Helga Hrafns hefur verið orðað við endurkomu í forystu Pírata.Vísir/GVABirgitta hætti og Helgi komi inn Endurnýjun kann að vera í kortunum hjá forystu Pírata komi til kosninga. Nýkjörinn þingflokksformaður, Birgitta Jónsdóttir, hafði fyrir rétt um mánuði síðan lýst því yfir í Fréttablaðinu að hún gæfi ekki kost á sér í næstu kosningum. Í ljósi nýjustu vendinga er ljóst að næstu kosningar verða fyrr en Birgittu grunaði þegar hún gaf þessa yfirlýsingu. Ekkert fæst uppgefið opinberlega um áform Birgittu en heimildir Fréttablaðsins herma að hún líti svo á að hún sé bundin af fyrri yfirlýsingum. Með öllu óvíst er því hvort hún verði í brúnni. Á móti kemur að nafn Helga Hrafns Guðmundssonar er nú sterklega orðað við endurkomu í forystu Pírata. Helgi Hrafn naut mikilla vinsælda á síðasta kjörtímabili og hörmuðu það margir þegar hann tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér í síðustu kosningum. Hann ætlaði að sitja á hliðarlínunni eitt kjörtímabil en þykir líklegur að snúa aftur.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið orðaður við stofnun nýs flokks.Visir/EyþórSigmundur Davíð skoðar nýjan flokk Þó gróið hafi að hluta um sár innan raða Framsóknarflokksins í kjölfar mikilla átaka í forystu flokksins og milli fylkinga formannsins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, og forvera hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá heyrast þar enn óánægjuraddir. Sigmundur Davíð hefur verið orðaður við stofnun nýs stjórnmálaflokks fyrir næstu kosningar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekkert útilokað í þeim efnum og það sagður raunverulega möguleiki sem forsætisráðherrann fyrrverandi sé að skoða. Margir veittu því athygli að hann var ekki á fundi þingflokksins á föstudagsmorgun í kjölfar tíðindanna um stjórnarslit, enda kom á daginn að hann var staddur á Djúpavogi. Á meðan Sigmundur Davíð lítur út á við, í það minnsta með öðru auganu, þá hafa háværar raddir innan flokksins kallað eftir Lilju Alfreðsdóttur í sæti Sigurðar. Óvíst er með áhuga Lilju á því en ljóst er að Sigurðar Inga kann að bíða ærið verkefni að þétta raðir flokksins fyrir komandi átök.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent