Stjórnarslitin skóku verðbréfamarkaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. september 2017 06:00 Fjárfestar tóku ekki vel í fregnir af stjórnarslitum í gær. Til marks um það féllu hlutabréf nánast allra félaganna í Kauphöllinni í verði. vísir/stefán Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. Tugir milljarða króna gufuðu upp á hluta- og skuldabréfamörkuðum og gengi krónunnar veiktist verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum viðskiptaríkja landsins. „Þetta var eins og blóðbað,“ segir verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitíska óvissu hafa stuðlað að verðlækkunum gærdagsins. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði verulega í viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Rauk hún til að mynda upp um 40 til 50 punkta í helstu óverðtryggðu skuldabréfaflokkunum sem þýðir að fjárfestar búast við aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viðmælendur Fréttablaðsins segja langt síðan annars eins titrings hafi gætt á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf nánast allra skráðu félaganna í Kauphöllinni lækkuðu í verði í gær og fór úrvalsvísitalan, OMXI8, niður um liðlega 2,9 prósent. Hlutabréf í fasteignafélaginu Eik lækkuðu hvað mest í verði eða um rúm 5 prósent en þar á eftir komu bréf í sjávarútvegsfélaginu HB Granda, sem féllu um 3,8 prósent, og í olíufélaginu N1, sem lækkuðu um 3,6 prósent. Gengi bréfa flestra félaganna hríðféll um leið og markaðir opnuðu í gærmorgun – og fóru bréf í HB Granda til að mynda niður um 6 prósent – en lækkanirnar gengu að einhverju leyti til baka eftir hádegi. Til viðbótar veiktist gengi krónunnar umtalsvert gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptaríkja Íslands. Veiktist gengið um 1,5 prósent gagnvart evru, 0,8 prósent gagnvart Bandaríkjadal og 2,2 prósent gagnvart breska pundinu, svo nokkur dæmi séu tekin.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir það ekki koma á óvart að markaðir skuli lækka við tíðindi á borð við stjórnarslit, sérstaklega þegar þau bera brátt að. Hann segir mikilvægt að hafa tvennt í huga. „Annars vegar vorum við með, þangað til í gær, ríkisstjórn sem virtist ætla að leggja áherslu á aðhaldssama og markaðsvæna ríkisfjármálastefnu, með aðhaldi í ríkisfjármálum, hóflegri útgáfu ríkisverðbréfa og jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og mörkuðum. Allt eru þetta þættir sem eru til þess fallnir að styðja við markaði. Það má segja að almennt þegar ríkisstjórnir sem eru hægra megin í pólitíska litrófinu komast til valda líta markaðir það að jafnaði jákvæðum augum, en öfugt þegar slíkar ríkisstjórnir fara frá völdum. Hins vegar bætist nú við óvissa um hver þróunin verði á hinu pólitíska sviði. Og óvissa sem slík hefur alltaf neikvæð áhrif á markaði. Þetta tvennt, áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitísk óvissa, virðist nú leggjast á eitt og valda þessari lækkun á hlutabréfum og skuldabréfum sem við höfum séð,“ segir hann. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS greiningu, segir viðbrögð markaðarins hafa verið sterkari en fyrir fram mátti búast við. „Aukin pólitísk óvissa er vissulega verðlækkandi á fjármálamörkuðum en það kom okkur samt á óvart hve sterk viðbrögðin voru. Mér finnst þetta að einhverju leyti vera eins og stormur í vatnsglasi og hef trú á því að markaðurinn eigi eftir að jafna sig að einhverju leyti. Viðbrögð við tíðindum sem þessum eru oft hörðust fyrst en síðan dregur úr þeim,“ segir hann. Jóhann Viðar bendir á að lítil velta hafi oft verið á hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og eftirspurnarhliðin verið fremur veik. Lítið hafi því þurft til þess að ýta honum niður á við. „Viðbrögðin í gær eru kannski einkenni þess hvað markaðurinn er veikburða.“ Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. Tugir milljarða króna gufuðu upp á hluta- og skuldabréfamörkuðum og gengi krónunnar veiktist verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum viðskiptaríkja landsins. „Þetta var eins og blóðbað,“ segir verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitíska óvissu hafa stuðlað að verðlækkunum gærdagsins. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði verulega í viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Rauk hún til að mynda upp um 40 til 50 punkta í helstu óverðtryggðu skuldabréfaflokkunum sem þýðir að fjárfestar búast við aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viðmælendur Fréttablaðsins segja langt síðan annars eins titrings hafi gætt á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf nánast allra skráðu félaganna í Kauphöllinni lækkuðu í verði í gær og fór úrvalsvísitalan, OMXI8, niður um liðlega 2,9 prósent. Hlutabréf í fasteignafélaginu Eik lækkuðu hvað mest í verði eða um rúm 5 prósent en þar á eftir komu bréf í sjávarútvegsfélaginu HB Granda, sem féllu um 3,8 prósent, og í olíufélaginu N1, sem lækkuðu um 3,6 prósent. Gengi bréfa flestra félaganna hríðféll um leið og markaðir opnuðu í gærmorgun – og fóru bréf í HB Granda til að mynda niður um 6 prósent – en lækkanirnar gengu að einhverju leyti til baka eftir hádegi. Til viðbótar veiktist gengi krónunnar umtalsvert gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptaríkja Íslands. Veiktist gengið um 1,5 prósent gagnvart evru, 0,8 prósent gagnvart Bandaríkjadal og 2,2 prósent gagnvart breska pundinu, svo nokkur dæmi séu tekin.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir það ekki koma á óvart að markaðir skuli lækka við tíðindi á borð við stjórnarslit, sérstaklega þegar þau bera brátt að. Hann segir mikilvægt að hafa tvennt í huga. „Annars vegar vorum við með, þangað til í gær, ríkisstjórn sem virtist ætla að leggja áherslu á aðhaldssama og markaðsvæna ríkisfjármálastefnu, með aðhaldi í ríkisfjármálum, hóflegri útgáfu ríkisverðbréfa og jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og mörkuðum. Allt eru þetta þættir sem eru til þess fallnir að styðja við markaði. Það má segja að almennt þegar ríkisstjórnir sem eru hægra megin í pólitíska litrófinu komast til valda líta markaðir það að jafnaði jákvæðum augum, en öfugt þegar slíkar ríkisstjórnir fara frá völdum. Hins vegar bætist nú við óvissa um hver þróunin verði á hinu pólitíska sviði. Og óvissa sem slík hefur alltaf neikvæð áhrif á markaði. Þetta tvennt, áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitísk óvissa, virðist nú leggjast á eitt og valda þessari lækkun á hlutabréfum og skuldabréfum sem við höfum séð,“ segir hann. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS greiningu, segir viðbrögð markaðarins hafa verið sterkari en fyrir fram mátti búast við. „Aukin pólitísk óvissa er vissulega verðlækkandi á fjármálamörkuðum en það kom okkur samt á óvart hve sterk viðbrögðin voru. Mér finnst þetta að einhverju leyti vera eins og stormur í vatnsglasi og hef trú á því að markaðurinn eigi eftir að jafna sig að einhverju leyti. Viðbrögð við tíðindum sem þessum eru oft hörðust fyrst en síðan dregur úr þeim,“ segir hann. Jóhann Viðar bendir á að lítil velta hafi oft verið á hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og eftirspurnarhliðin verið fremur veik. Lítið hafi því þurft til þess að ýta honum niður á við. „Viðbrögðin í gær eru kannski einkenni þess hvað markaðurinn er veikburða.“
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira