Ætlar að biðjast lausnar á Bessastöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 19:00 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkinn, segir að upp sé komin nákvæmlega sama staða og fyrir ári síðan þegar boðað var til kosninga. Hann segir jafnerfitt að ná flokkum saman nú og þá, en reyndar hafi alltaf verið flókið að ná flokkum saman. Bjarni segist ekki vita til þess að Björt framtíð hafi verið svo ósátt við nokkuð annað í samstarfinu en trúnaðarbrestinn er varðar uppreist æru að tilefni var til að slíta því. „Það var enn að slípast saman þetta stjórnarsamstarf. Menn kynnast oft best í gegnum átakamál og erfiðleika,“ sagði Bjarni í viðtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundinum í dag. „Það er ekkert óhreint mjög í pokahorninu í þessu máli. Öll málsmeðferð hefur verið í samræmi við lög og reglur,“ segir Bjarni þótt alþingi hafi vissulega brugðist er varðar að endurskoða lögin er snúa að uppreist æru.Hann segir að mögulega hefði hann getað sett sig í sterkari stöðu pólitískt séð með því að gera hreint fyrir sínum dyrum er varðaði upplýsingar um að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er varðaði uppreist æru kynferðisbrotamanns. Þann mælikvarða taldi hann óheimilt að leggja á málið, lögum samkvæmt.Bjarni nefndi á blaðamannafundinum að honum hugnaðist best að boða til kosninga í nóvember. Nefndi hann að þeir forystumenn sem hann hefði náð í væru á sama máli og ætluðu að leiðin út úr klípunni væri kosningar. Best hefði verið að ljúka fjárlagavinnunni fyrir áramót og kjósa eftir jól en honum hugnist best kosningar í nóvember.Forseti og forsætisráðherra munu funda á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Þar segist Bjarni ætla að biðjast lausnar.Viðtalið við Bjarna Benendiktsson í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkinn, segir að upp sé komin nákvæmlega sama staða og fyrir ári síðan þegar boðað var til kosninga. Hann segir jafnerfitt að ná flokkum saman nú og þá, en reyndar hafi alltaf verið flókið að ná flokkum saman. Bjarni segist ekki vita til þess að Björt framtíð hafi verið svo ósátt við nokkuð annað í samstarfinu en trúnaðarbrestinn er varðar uppreist æru að tilefni var til að slíta því. „Það var enn að slípast saman þetta stjórnarsamstarf. Menn kynnast oft best í gegnum átakamál og erfiðleika,“ sagði Bjarni í viðtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundinum í dag. „Það er ekkert óhreint mjög í pokahorninu í þessu máli. Öll málsmeðferð hefur verið í samræmi við lög og reglur,“ segir Bjarni þótt alþingi hafi vissulega brugðist er varðar að endurskoða lögin er snúa að uppreist æru.Hann segir að mögulega hefði hann getað sett sig í sterkari stöðu pólitískt séð með því að gera hreint fyrir sínum dyrum er varðaði upplýsingar um að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er varðaði uppreist æru kynferðisbrotamanns. Þann mælikvarða taldi hann óheimilt að leggja á málið, lögum samkvæmt.Bjarni nefndi á blaðamannafundinum að honum hugnaðist best að boða til kosninga í nóvember. Nefndi hann að þeir forystumenn sem hann hefði náð í væru á sama máli og ætluðu að leiðin út úr klípunni væri kosningar. Best hefði verið að ljúka fjárlagavinnunni fyrir áramót og kjósa eftir jól en honum hugnist best kosningar í nóvember.Forseti og forsætisráðherra munu funda á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Þar segist Bjarni ætla að biðjast lausnar.Viðtalið við Bjarna Benendiktsson í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira