Blasti við að boða til kosninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 17:27 Katrín Jakobsdóttir segir að boðun kosninga hafi verið augljósi kosturinn í stöðunni. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira