Bjarni ræddi ekki við Pírata Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 17:20 Birgitta á leið á þingflokksfundi Pírata í morgun. vísir/anton brink Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni en að boða til kosninga vegna þess að enginn flokkur á Alþingi var tilbúinn til þess að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún segir jafnframt að Bjarni Benediktsson hafi ekki rætt við þingflokk Pírata um mögulegt stjórnarsamstarf en Píratar hafa tíu þingmenn. „Það er náttúrulega ekkert annað í stöðunni. Það vildi enginn fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn enda er hann ekki stjórntækur eins og hann er núna,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. „Ég hjó eftir því að hann sagðist hafa talað við formenn allra flokka en hann hefur náttúrulega aldrei litið á Pírata sem flokk, sem eru ákveðin meðmæli.“ „Ég vona að þetta dragist ekki eins og síðast og ég vona að Bjarni veiti ekki starfsstjórn forystu.“Sýni mátt fólksins „Það eru ánægjulegar fréttir. Ég var úti á Austurvelli til að sýna brotaþolum í þessum málum stuðning og þar kom einmmitt fram að það munu vera mótmæli á laugardagsmorgnum til að krefjast stjórnarskrárbreyitnga,“ segir Birgitta en efnt var til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan fjögur undir yfirskriftinni „Mótmælum þöggun og yfirhylmingu Sjálfstæðisflokksins!“ Píratar sögðust fyrr í dag vilja að breytingar á stjórnarskrá nái í gegn áður en þing verður rofið og segir Birgitta að mörg þau vandamál sem upp hafi komið í samfélaginu upp á síðkastið væru úr sögunni með breyttri stjórnarskrá. „Það þarf tvö þing til að ná í gegn breytingum. Þannig að við erum allavega að koma þessu til þjóðarinnar og hætta að láta eins og þetta skipti ekki máli. Ef við værum með þessa nýju stjórnarskrá þá væri mikið af þessum vandamálum ekki til staðar.“ Hún segir að við taki grasrótarstarf innan Pírata. Mikil vinna hafi verið unnin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor og muni hún nýtast til að undirbúa þingkosningar. „Þessir atburðir sem hafa verið núna að gerast eru bara vitnisburður um hvað fólk getur gert.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni fundar með forsetanum á morgun Forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan ellefu á morgun. 15. september 2017 17:02 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni en að boða til kosninga vegna þess að enginn flokkur á Alþingi var tilbúinn til þess að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún segir jafnframt að Bjarni Benediktsson hafi ekki rætt við þingflokk Pírata um mögulegt stjórnarsamstarf en Píratar hafa tíu þingmenn. „Það er náttúrulega ekkert annað í stöðunni. Það vildi enginn fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn enda er hann ekki stjórntækur eins og hann er núna,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. „Ég hjó eftir því að hann sagðist hafa talað við formenn allra flokka en hann hefur náttúrulega aldrei litið á Pírata sem flokk, sem eru ákveðin meðmæli.“ „Ég vona að þetta dragist ekki eins og síðast og ég vona að Bjarni veiti ekki starfsstjórn forystu.“Sýni mátt fólksins „Það eru ánægjulegar fréttir. Ég var úti á Austurvelli til að sýna brotaþolum í þessum málum stuðning og þar kom einmmitt fram að það munu vera mótmæli á laugardagsmorgnum til að krefjast stjórnarskrárbreyitnga,“ segir Birgitta en efnt var til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan fjögur undir yfirskriftinni „Mótmælum þöggun og yfirhylmingu Sjálfstæðisflokksins!“ Píratar sögðust fyrr í dag vilja að breytingar á stjórnarskrá nái í gegn áður en þing verður rofið og segir Birgitta að mörg þau vandamál sem upp hafi komið í samfélaginu upp á síðkastið væru úr sögunni með breyttri stjórnarskrá. „Það þarf tvö þing til að ná í gegn breytingum. Þannig að við erum allavega að koma þessu til þjóðarinnar og hætta að láta eins og þetta skipti ekki máli. Ef við værum með þessa nýju stjórnarskrá þá væri mikið af þessum vandamálum ekki til staðar.“ Hún segir að við taki grasrótarstarf innan Pírata. Mikil vinna hafi verið unnin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor og muni hún nýtast til að undirbúa þingkosningar. „Þessir atburðir sem hafa verið núna að gerast eru bara vitnisburður um hvað fólk getur gert.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni fundar með forsetanum á morgun Forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan ellefu á morgun. 15. september 2017 17:02 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54
Bjarni fundar með forsetanum á morgun Forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan ellefu á morgun. 15. september 2017 17:02
Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59