Sprenging í lestarkerfi London Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2017 09:47 Frá Parsons Green lestarstöðinni. Vísir/AFP Uppfært 11:45 Sprenging varð í Parsons Green lestarstöðinni í London í morgun. Enginn dó í árásinni en 18 eru særðir og slasaðir. Enginn af hinum slösuðu er í lífshættu. Lögreglan segir að um hryðjuverk sé að ræða en bitni segja mikinn eld hafa fylgt sprengingunni sem talin er hafa komið frá fötu sem komið hafði verið fyrir í lestinni á háannatíma. Þá segir lögreglan ólíklegt að árásirnar verði fleiri. Vitnin lýsa því að hafa heyrt sprengingu og að eldveggur hafi farið eftir lestinni. Einhverjir eru sagðir hafa slasast í troðningi um borð í lestinni. Umfangsmikil leit stendur nú yfir að aðilanum sem kom sprengjunni fyrir, en hún er sögð hafa verið tímastillt.We have taken 18 patients to a number of London hospitals. None are thought to be in a serious or life-threatening condition #ParsonsGreen pic.twitter.com/3B13JznAqZ— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) September 15, 2017 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í London barst útkall til þeirra klukkan 8:20 í morgun (7:20 hérna heima). Það var ekki fyrr en tveimur tímum seinna sem lögreglan sagði að um hryðjuverk væri að ræða.Í heildina eru 18 særðir eða slasaðir og er enginn þeirra talinn í lífshættu.Vísir/GraphicNewsSadiq Khan, borgarstjóri London, hefur fordæmt árásina og kallar eftir því að íbúar London sýni ró en haldi sér þó á tánum. Þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári og sú fyrsta sem enginn deyr í. Alls hafa 36 látið lífið í hinum fjórum árásunum. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa komið í veg fyrir sex árásir.Samkvæmt heimildum Guardian hafa sprengjusérfræðingar komist að því að einungis hluti sprengjunnar virkaði. Lögreglan fer yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London í leit að vísbendingum um hver kom sprengjunni fyrir. Mikilvægt þykir að sá finnist fljótt svo hann og mögulegir samverkamenn hafi ekki tíma til að reyna fleiri árásir. Þá er mikilvægt að komast að því hvar sprengjan var gerð. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tíst um árásina þar sem hann segir að yfirvöld verði að grípa til „harðari“ aðgerða gegn hryðjuverkamönnum og takmarka verði aðgang þeirra að internetinu.Another attack in London by a loser terrorist.These are sick and demented people who were in the sights of Scotland Yard. Must be proactive!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Loser terrorists must be dealt with in a much tougher manner.The internet is their main recruitment tool which we must cut off & use better!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Myndband hefur gengið um netið sem sýnir logandi í lát um borð í lestinni, Vitni lýsir því sem hann sá. 'The fireball singed all my hair,' says Peter Crowley caught up in Parsons Green fire. pic.twitter.com/WrlZ3qriih— Victoria Derbyshire (@VictoriaLIVE) September 15, 2017 Myndband af vettvangi og aðgerðum lögreglu og slökkviliðs. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Uppfært 11:45 Sprenging varð í Parsons Green lestarstöðinni í London í morgun. Enginn dó í árásinni en 18 eru særðir og slasaðir. Enginn af hinum slösuðu er í lífshættu. Lögreglan segir að um hryðjuverk sé að ræða en bitni segja mikinn eld hafa fylgt sprengingunni sem talin er hafa komið frá fötu sem komið hafði verið fyrir í lestinni á háannatíma. Þá segir lögreglan ólíklegt að árásirnar verði fleiri. Vitnin lýsa því að hafa heyrt sprengingu og að eldveggur hafi farið eftir lestinni. Einhverjir eru sagðir hafa slasast í troðningi um borð í lestinni. Umfangsmikil leit stendur nú yfir að aðilanum sem kom sprengjunni fyrir, en hún er sögð hafa verið tímastillt.We have taken 18 patients to a number of London hospitals. None are thought to be in a serious or life-threatening condition #ParsonsGreen pic.twitter.com/3B13JznAqZ— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) September 15, 2017 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í London barst útkall til þeirra klukkan 8:20 í morgun (7:20 hérna heima). Það var ekki fyrr en tveimur tímum seinna sem lögreglan sagði að um hryðjuverk væri að ræða.Í heildina eru 18 særðir eða slasaðir og er enginn þeirra talinn í lífshættu.Vísir/GraphicNewsSadiq Khan, borgarstjóri London, hefur fordæmt árásina og kallar eftir því að íbúar London sýni ró en haldi sér þó á tánum. Þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári og sú fyrsta sem enginn deyr í. Alls hafa 36 látið lífið í hinum fjórum árásunum. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa komið í veg fyrir sex árásir.Samkvæmt heimildum Guardian hafa sprengjusérfræðingar komist að því að einungis hluti sprengjunnar virkaði. Lögreglan fer yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London í leit að vísbendingum um hver kom sprengjunni fyrir. Mikilvægt þykir að sá finnist fljótt svo hann og mögulegir samverkamenn hafi ekki tíma til að reyna fleiri árásir. Þá er mikilvægt að komast að því hvar sprengjan var gerð. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tíst um árásina þar sem hann segir að yfirvöld verði að grípa til „harðari“ aðgerða gegn hryðjuverkamönnum og takmarka verði aðgang þeirra að internetinu.Another attack in London by a loser terrorist.These are sick and demented people who were in the sights of Scotland Yard. Must be proactive!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Loser terrorists must be dealt with in a much tougher manner.The internet is their main recruitment tool which we must cut off & use better!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017 Myndband hefur gengið um netið sem sýnir logandi í lát um borð í lestinni, Vitni lýsir því sem hann sá. 'The fireball singed all my hair,' says Peter Crowley caught up in Parsons Green fire. pic.twitter.com/WrlZ3qriih— Victoria Derbyshire (@VictoriaLIVE) September 15, 2017 Myndband af vettvangi og aðgerðum lögreglu og slökkviliðs.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent