Fótbolti

Alli og Walker biðla til FIFA

Ástrós Ýr Eggertsdóttitr skrifar
Walker og Alli voru félagar með lands - og félagsliðum, þar til Walker fór til Manchester City í sumar
Walker og Alli voru félagar með lands - og félagsliðum, þar til Walker fór til Manchester City í sumar vísir/getty
Dele Alli og Kyle Walker hafa skrifað formlegt bréf til FIFA til þess að biðla fyrir minnkunn þeirrar refsingar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið kann að veita Alli fyrir að veifa löngutöng í leik Englands og Slóvakíu.

Myndbandsupptökur af leiknum sýna Alli veifa fingri í átt að félaga sínum Walker eftir að hann fékk ekki aukaspyrnu í samstuði við Martin Skrtel.

Enska knattspyrnusambandið sendi FIFA myndbandsupptöku sem á að sýna að fingrinum var beint að Walker í gríni, en ekki að dómara leiksins.

Einnig á enska sambandið að hafa biðlað til þess alþjóðlega að hraða málaferlum svo niðurstaðan liggji fyrir fyrir næsta leik Englands í undankeppni HM, sem fram fer 5. október.


Tengdar fréttir

Alli til rannsóknar hjá FIFA

Útrétt langatöng hans í landsleik á dögunum er nú til rannsóknar hjá aganefnd sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×