Stikla úr Vetrarbræðrum: Saga bræðra sem búa í einangraðri verkamannabyggð Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2017 15:45 Myndin Vetrarbræður hefur fengið góðar viðtökur. Nú styttist óðum í frumsýningu dönsk/íslensku kvikmyndarinnar Vetrarbræður eða Vinterbrodre eftir Hlyn Pálmason. Myndin fékk frábærar móttökur á heimsfrumsýningu sinni erlendis í síðasta mánuði og er að koma í kvikmyndahús á Íslandi núna undir lok september. Vetrarbræður segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður.Styttist í frumsýningu hér á landi Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne. Myndin verður frumsýnd á Íslandi sem opnunarmynd RIFF þann 28. September kl.18 í Háskólabíó með enskum texta. Í beinu framhaldi af því, þann 29.sept, fer hún í almennar sýningar í Bíó Paradís og verður þar sýnd með íslenskum texta. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum sem er hans fyrsta mynd í fullri lengd og er alfarið á danskri tungu. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum árið 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, var tilnefnd til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna og vann t.a.m. verðlaun fyrir Bestu stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Óðinsvéum og á RIFF. Vetrarbræður var heimsfrumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno 2017 en eingöngu 18 myndir hlutu þann heiður og var hún eina myndin frá Norðurlöndunum þetta árið. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og nú orðin 70 ára gömul. Liðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri keppti síðast til verðlauna í aðalkeppninni en þá var Baltasar Kormákur að frumsýna fyrstu mynd sína, 101 Reykjavík. Hér að neðan má sjá stiklu úr Vetrarbræðrum. Tengdar fréttir Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd. 2. ágúst 2017 16:15 Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. 8. febrúar 2017 13:18 Ferlið var rússíbani Hlynur Pálmason er talinn einn efnilegasti ungi leikstjóri Danmerkur. Sem stendur er Hlynur að leggja lokahönd á kvikmynd sína Vetrarbræður. Meðal leikara í myndinni er Lars Mikkelsen. 2. júní 2016 10:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Nú styttist óðum í frumsýningu dönsk/íslensku kvikmyndarinnar Vetrarbræður eða Vinterbrodre eftir Hlyn Pálmason. Myndin fékk frábærar móttökur á heimsfrumsýningu sinni erlendis í síðasta mánuði og er að koma í kvikmyndahús á Íslandi núna undir lok september. Vetrarbræður segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður.Styttist í frumsýningu hér á landi Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne. Myndin verður frumsýnd á Íslandi sem opnunarmynd RIFF þann 28. September kl.18 í Háskólabíó með enskum texta. Í beinu framhaldi af því, þann 29.sept, fer hún í almennar sýningar í Bíó Paradís og verður þar sýnd með íslenskum texta. Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum sem er hans fyrsta mynd í fullri lengd og er alfarið á danskri tungu. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum árið 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, var tilnefnd til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna og vann t.a.m. verðlaun fyrir Bestu stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Óðinsvéum og á RIFF. Vetrarbræður var heimsfrumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno 2017 en eingöngu 18 myndir hlutu þann heiður og var hún eina myndin frá Norðurlöndunum þetta árið. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og nú orðin 70 ára gömul. Liðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri keppti síðast til verðlauna í aðalkeppninni en þá var Baltasar Kormákur að frumsýna fyrstu mynd sína, 101 Reykjavík. Hér að neðan má sjá stiklu úr Vetrarbræðrum.
Tengdar fréttir Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd. 2. ágúst 2017 16:15 Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. 8. febrúar 2017 13:18 Ferlið var rússíbani Hlynur Pálmason er talinn einn efnilegasti ungi leikstjóri Danmerkur. Sem stendur er Hlynur að leggja lokahönd á kvikmynd sína Vetrarbræður. Meðal leikara í myndinni er Lars Mikkelsen. 2. júní 2016 10:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd. 2. ágúst 2017 16:15
Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. 8. febrúar 2017 13:18
Ferlið var rússíbani Hlynur Pálmason er talinn einn efnilegasti ungi leikstjóri Danmerkur. Sem stendur er Hlynur að leggja lokahönd á kvikmynd sína Vetrarbræður. Meðal leikara í myndinni er Lars Mikkelsen. 2. júní 2016 10:00
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein