Með 30 prósent sjón eftir tappaslys Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2017 10:00 Á myndinni til vinstri má sjá hvernig augasteinn Þóru dregst ekki saman. Þóra Björg Ingimundardóttir fékk töluverða áverka á auga í síðasta mánuði þegar tappi af Floridana ávaxtasafa skaust í auga hennar með miklum krafti. Eftir slysið var varan innkölluð og Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu um slysahættu vegna plastflasknanna. Síðan þá hefur Þóra fengið smá sjón í augað aftur og reiknast sjón hennar nú hátt í 30 prósent.Hún fór nýverið til læknis sem varð var við skemmdir á sjónhimnu Þóru sem er átján ára gömul. Augasteinn hennar er verulega skemmdur. Hún þarf því að fara í aðgerð til að skipta um hann.Ekki víst að hún fái fulla sjón aftur „Það er svolítið mikið vesen út af því að gerviaugasteinar duga ekki rosa lengi. Ég mun því örugglega þurfa að fara nokkrum sínum í þessa aðgerð í framtíðinni,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Læknarnir vildu ekki segja til um hvort að Þóra fengi fulla sjón aftur þar sem sjónhimnan hafi orðið fyrir skemmdum. Það skapi mikla óvissu. Bólgan sem Þóra fékk eftir slysið er að mestu farin, en eftir eru ör í auga hennar. Tappinn fór með slíkum krafti í auga hennar að hann gerði skurð á augnlokið og náði inn á augað sjálft. Augasteinn hennar dregst þó ekki lengur saman og fær hún mikinn hausverk af því að vera í mikilli birtu. Því ber hún lepp yfir auganu til að hlífa sér frá birtunni. Þóra var ekki sú eina sem lenti í svona slysi, en Svavar Þór Georgsson fékk einnig tappa í augað á svipuðum tíma.Sjá einnig: Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“Þóra segir þó að fólk hafi sent sig í samband við sig sem hafi svipaðar sögur að segja og þær nái allt að fimm ár aftur í tímann. Í byrjun þessa mánaðar birti Hrafn Garðarsson myndband af sér þar sem hann opnaði sambærilega flösku. Þar mátti sjá tappann skjótast af með miklum krafti. Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur. Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ sagði Hrafn. Von á niðurstöðu rannsóknarAndri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði í lok ágúst að málið væri til rannsóknar hjá fyrirtækinu. Öllum steinum yrði velt, samband yrði haft við erlenda umbúðaframleiðendur og vélbúnaður fyrirtækisins skoðaður. „Það er enn verið að vinna hörðum höndum í þessu,“ segir Andri nú í samtali við Vísi. „Niðurstaðan er væntanleg á næstu dögum.“ Ölgerðin hefur verið í samskiptum við móður Þóru og Andri segir að fyrirtækið ætli að vera í samráði við þær um framhaldið. Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Þóra Björg Ingimundardóttir fékk töluverða áverka á auga í síðasta mánuði þegar tappi af Floridana ávaxtasafa skaust í auga hennar með miklum krafti. Eftir slysið var varan innkölluð og Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu um slysahættu vegna plastflasknanna. Síðan þá hefur Þóra fengið smá sjón í augað aftur og reiknast sjón hennar nú hátt í 30 prósent.Hún fór nýverið til læknis sem varð var við skemmdir á sjónhimnu Þóru sem er átján ára gömul. Augasteinn hennar er verulega skemmdur. Hún þarf því að fara í aðgerð til að skipta um hann.Ekki víst að hún fái fulla sjón aftur „Það er svolítið mikið vesen út af því að gerviaugasteinar duga ekki rosa lengi. Ég mun því örugglega þurfa að fara nokkrum sínum í þessa aðgerð í framtíðinni,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Læknarnir vildu ekki segja til um hvort að Þóra fengi fulla sjón aftur þar sem sjónhimnan hafi orðið fyrir skemmdum. Það skapi mikla óvissu. Bólgan sem Þóra fékk eftir slysið er að mestu farin, en eftir eru ör í auga hennar. Tappinn fór með slíkum krafti í auga hennar að hann gerði skurð á augnlokið og náði inn á augað sjálft. Augasteinn hennar dregst þó ekki lengur saman og fær hún mikinn hausverk af því að vera í mikilli birtu. Því ber hún lepp yfir auganu til að hlífa sér frá birtunni. Þóra var ekki sú eina sem lenti í svona slysi, en Svavar Þór Georgsson fékk einnig tappa í augað á svipuðum tíma.Sjá einnig: Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“Þóra segir þó að fólk hafi sent sig í samband við sig sem hafi svipaðar sögur að segja og þær nái allt að fimm ár aftur í tímann. Í byrjun þessa mánaðar birti Hrafn Garðarsson myndband af sér þar sem hann opnaði sambærilega flösku. Þar mátti sjá tappann skjótast af með miklum krafti. Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur. Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ sagði Hrafn. Von á niðurstöðu rannsóknarAndri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði í lok ágúst að málið væri til rannsóknar hjá fyrirtækinu. Öllum steinum yrði velt, samband yrði haft við erlenda umbúðaframleiðendur og vélbúnaður fyrirtækisins skoðaður. „Það er enn verið að vinna hörðum höndum í þessu,“ segir Andri nú í samtali við Vísi. „Niðurstaðan er væntanleg á næstu dögum.“ Ölgerðin hefur verið í samskiptum við móður Þóru og Andri segir að fyrirtækið ætli að vera í samráði við þær um framhaldið.
Neytendur Tengdar fréttir Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50 Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Hrafn Garðarsson opnaði Floridana-flösku sem hafði verið í bílnum hans í tvær vikur. 4. september 2017 22:50
Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00
Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37
Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47