Leik frestað hjá Ólafíu | Spilar bara nokkrar holur í dag Þorsteinn Hallgrímsson skrifar 14. september 2017 10:47 Frá mótinu í morgun. Mynd/Friðrik Þór Ákveðið hefur verið að fresta keppni vegna veðurs á Evian Championship-mótinu í golfi sem fer fram í Frakklandi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda og átti að hefja leik klukkan 11.09. Öllum rástímum síðdegis hefur verið frestað um fjórar klukkustundir miðað við upplýsingar á heimasíðu mótsins. Þeir sem höfðu spilað mest áður en leik var frestað höfðu lokið átta holum. Ólafía mun því ekki hefja leik fyrr en 17.09 og ljóst að hún nær ekki að spila allan hringinn sinn í dag. Veðrið í norður Frakklandi eða nánar tiltekið í Evian-les-Baines er ekki það besta til golfleiks. Þar er rignir og vindur um 7 m/s og því aðstæður mjög krefjandi. Völlurinn er orðin mjög blautur og má sjá polla víða einnig eru auglýsingaskilti farin að hugsa sér til hreyfings og höfum við séð nokkur sem hafa lagst á hliðina undan vindinum. Óhætt er að segja að Sung Hyun Park sem sigraði á US Open mótinu í sumar hafi ekki átt góða byrjun hér í rigningunni og rokinu á Evian vellinum. Park hóf leik á 10. teig og er hún á 6 höggum yfir pari eftir 5 brautir þrátt fyrir að vera búin að fá tvo fugla. Þegar leikur var stöðvaður voru þær Jessica Korda og So Yeon Ryu í forystu á tveimur höggum undir pari.Uppfært 11.25: Leik hefur verið frestað um fimm og hálfa klukkustund. Ólafía á samkvæmt því rástíma klukkan 18.39. Líklegt er að hægt verði að spila til um klukkan 20.00 í kvöld.Vísir/Friðrik Þór Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta keppni vegna veðurs á Evian Championship-mótinu í golfi sem fer fram í Frakklandi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda og átti að hefja leik klukkan 11.09. Öllum rástímum síðdegis hefur verið frestað um fjórar klukkustundir miðað við upplýsingar á heimasíðu mótsins. Þeir sem höfðu spilað mest áður en leik var frestað höfðu lokið átta holum. Ólafía mun því ekki hefja leik fyrr en 17.09 og ljóst að hún nær ekki að spila allan hringinn sinn í dag. Veðrið í norður Frakklandi eða nánar tiltekið í Evian-les-Baines er ekki það besta til golfleiks. Þar er rignir og vindur um 7 m/s og því aðstæður mjög krefjandi. Völlurinn er orðin mjög blautur og má sjá polla víða einnig eru auglýsingaskilti farin að hugsa sér til hreyfings og höfum við séð nokkur sem hafa lagst á hliðina undan vindinum. Óhætt er að segja að Sung Hyun Park sem sigraði á US Open mótinu í sumar hafi ekki átt góða byrjun hér í rigningunni og rokinu á Evian vellinum. Park hóf leik á 10. teig og er hún á 6 höggum yfir pari eftir 5 brautir þrátt fyrir að vera búin að fá tvo fugla. Þegar leikur var stöðvaður voru þær Jessica Korda og So Yeon Ryu í forystu á tveimur höggum undir pari.Uppfært 11.25: Leik hefur verið frestað um fimm og hálfa klukkustund. Ólafía á samkvæmt því rástíma klukkan 18.39. Líklegt er að hægt verði að spila til um klukkan 20.00 í kvöld.Vísir/Friðrik Þór
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira