Vígahnöttur vakti athygli: Bjartari en Venus Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 23:53 Eins og sjá má á þessum skjáskotum var vígahnötturinn bjartur og áberandi. Margir urðu vitni að vígahnetti á himninum á ellefta tímanum í kvöld án þess þó að vita að um vígahnött væri að ræða. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti aðsent myndband af þessu á Facebook á tólfta tímanum í kvöld. „Af myndböndunum að dæma hefur þetta verið vígahnöttur,“ segir Sævar Helgi í samtali við Vísi. „Vígahnettir eru loftsteinahröp sem geta orðið mjög björt og áberandi,“ útskýrir Sævar en hann varð sjálfur ekki vitni að þessu þar sem hann var sofnaður. Hann var vakinn eftir að fólk byrjaði að spyrjast fyrir um vígahnöttinn.Var sjálfur sofandi „Ég var nú farinn að sofa en maður fer ekki að sofa alveg strax á meðan eitthvað er að berast. Það er algjört klúður að hafa ekki verið úti sjálfur og vita allt um þetta.“ Við myndbandið skrifaði Sævar Helgi að steinninn hafi verið skærari en Venus og hafi svo sundrast áður en hann hvarf. Hann hafi því sennilega brunnið upp. „Stjarnan á myndinni er líklegast Kapella og hún sýnir að steinninn sást á norðausturhimni.” Sævar Helgi biður alla sem náðu myndum eða myndböndum af vígahnettinum að senda það á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins eða á netfangið stjornufraedi@stjornufraedi.is.Óskar eftir myndum og myndböndum „Við myndum gjarnan vilja sjá þetta til þess að geta fundið sem mest út um steininn, bæði stefnu og hraða og jafnvel þá stærð líka eða hvar hann hefur fallið.“ Sævar Helgi biður fólk jafnframt að senda upplýsingar um staðsetningu sína þegar það tók myndina eða myndbandið. Leifur Fannar Snorrason tók myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan en hann sendi Sævari Helga það og spurðist fyrir um þennan stein. Vísindi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Margir urðu vitni að vígahnetti á himninum á ellefta tímanum í kvöld án þess þó að vita að um vígahnött væri að ræða. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti aðsent myndband af þessu á Facebook á tólfta tímanum í kvöld. „Af myndböndunum að dæma hefur þetta verið vígahnöttur,“ segir Sævar Helgi í samtali við Vísi. „Vígahnettir eru loftsteinahröp sem geta orðið mjög björt og áberandi,“ útskýrir Sævar en hann varð sjálfur ekki vitni að þessu þar sem hann var sofnaður. Hann var vakinn eftir að fólk byrjaði að spyrjast fyrir um vígahnöttinn.Var sjálfur sofandi „Ég var nú farinn að sofa en maður fer ekki að sofa alveg strax á meðan eitthvað er að berast. Það er algjört klúður að hafa ekki verið úti sjálfur og vita allt um þetta.“ Við myndbandið skrifaði Sævar Helgi að steinninn hafi verið skærari en Venus og hafi svo sundrast áður en hann hvarf. Hann hafi því sennilega brunnið upp. „Stjarnan á myndinni er líklegast Kapella og hún sýnir að steinninn sást á norðausturhimni.” Sævar Helgi biður alla sem náðu myndum eða myndböndum af vígahnettinum að senda það á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins eða á netfangið stjornufraedi@stjornufraedi.is.Óskar eftir myndum og myndböndum „Við myndum gjarnan vilja sjá þetta til þess að geta fundið sem mest út um steininn, bæði stefnu og hraða og jafnvel þá stærð líka eða hvar hann hefur fallið.“ Sævar Helgi biður fólk jafnframt að senda upplýsingar um staðsetningu sína þegar það tók myndina eða myndbandið. Leifur Fannar Snorrason tók myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan en hann sendi Sævari Helga það og spurðist fyrir um þennan stein.
Vísindi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira