
Jafnrétti kynjanna er málefni kvenna og karla
Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði.
LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra.
Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.
Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar