Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2017 06:00 Talið er að Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hafi dregið sér fé frá frá byrjun. Mynd/Víkurfréttir Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, er talinn hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltúi United Silicon.vísir/stefánMagnús er einnig sakaður um að hafa haldið áfram svikum eftir að hann hætti í stjórn United Silicon og haft samband við Tenova eftir að hann var hættur afskiptum af rekstri kísilversins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á málið að hafa undið upp á sig við endurskipulagningu og ósk United Silicon um greiðslustöðvun. Í þeirri vinnu hafi komið upp úr kafinu að hugmyndir fyrirtækisins um skuldir við búnaðarframleiðandann Tenova á Ítalíu reyndust fjarri sannleikanum. Töldu forsvarsmenn United Silicon skuldina við fyrirtækið mun hærri en hún í raun var. Á þessum tímapunkti vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í reikningshaldi fyrirtækisins. Einnig hefur Fréttablaðið það eftir heimildum að haganlega hafi verið að verkinu staðið. Reikningarnir hafi verið afar vel gerðir. Fjármagnið hafi ratað á bankareikninga fyrirtækja erlendis og nú sé verið að rekja þær slóðir. Reikningarnir séu margir og mikill metnaður lagður í hin meintu sviki. „Magnús er grunaður um að hafa svikið og dregið sér verulegar fjárhæðir í tengslum við samninga félagsins. Upphæðirnar virðast vera yfir hálfan milljarð íslenskra króna,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi og talsmaður United Silicon.Auðunn Helgason.„Samkvæmt þeim gögnum og athugunum sem fyrirtækið hefur farið í kemur ekkert annað fram en að aðeins einn maður hafi verið viðriðinn þetta og vitað af því hvernig í pottinn var búið,“ bætir Karen við. Auðun Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í United Silicon og starfandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins á þeim tíma sem framkvæmdir við verksmiðjuna hófust vorið 2014, kvaðst ekki hafa kynnt sér málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég hef ekki átt aðkomu að rekstrinum síðan ég gekk úr stjórn í lok janúar og er ekkert inni í málefnum United Silicon. Ég hef ekki heyrt í Magnúsi síðan í maí eða júní en það er mjög sorglegt ef málið er komið í þennan farveg, en ég get ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Auðun. Ekki hefur náðst í Magnús Garðarsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Hann er staddur erlendis og hafa hvorki lögregluyfirvöld né forsvarsmenn fyrirtækisins náð tali af Magnúsi. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, er talinn hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltúi United Silicon.vísir/stefánMagnús er einnig sakaður um að hafa haldið áfram svikum eftir að hann hætti í stjórn United Silicon og haft samband við Tenova eftir að hann var hættur afskiptum af rekstri kísilversins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á málið að hafa undið upp á sig við endurskipulagningu og ósk United Silicon um greiðslustöðvun. Í þeirri vinnu hafi komið upp úr kafinu að hugmyndir fyrirtækisins um skuldir við búnaðarframleiðandann Tenova á Ítalíu reyndust fjarri sannleikanum. Töldu forsvarsmenn United Silicon skuldina við fyrirtækið mun hærri en hún í raun var. Á þessum tímapunkti vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í reikningshaldi fyrirtækisins. Einnig hefur Fréttablaðið það eftir heimildum að haganlega hafi verið að verkinu staðið. Reikningarnir hafi verið afar vel gerðir. Fjármagnið hafi ratað á bankareikninga fyrirtækja erlendis og nú sé verið að rekja þær slóðir. Reikningarnir séu margir og mikill metnaður lagður í hin meintu sviki. „Magnús er grunaður um að hafa svikið og dregið sér verulegar fjárhæðir í tengslum við samninga félagsins. Upphæðirnar virðast vera yfir hálfan milljarð íslenskra króna,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi og talsmaður United Silicon.Auðunn Helgason.„Samkvæmt þeim gögnum og athugunum sem fyrirtækið hefur farið í kemur ekkert annað fram en að aðeins einn maður hafi verið viðriðinn þetta og vitað af því hvernig í pottinn var búið,“ bætir Karen við. Auðun Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í United Silicon og starfandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins á þeim tíma sem framkvæmdir við verksmiðjuna hófust vorið 2014, kvaðst ekki hafa kynnt sér málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég hef ekki átt aðkomu að rekstrinum síðan ég gekk úr stjórn í lok janúar og er ekkert inni í málefnum United Silicon. Ég hef ekki heyrt í Magnúsi síðan í maí eða júní en það er mjög sorglegt ef málið er komið í þennan farveg, en ég get ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Auðun. Ekki hefur náðst í Magnús Garðarsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Hann er staddur erlendis og hafa hvorki lögregluyfirvöld né forsvarsmenn fyrirtækisins náð tali af Magnúsi.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45