Betra samfélag Lilja Alfreðsdóttir skrifar 12. september 2017 07:00 Íslenskt samfélag hefur tekið umtalsverðum breytingum til hins betra frá því að Alþingi hlaut löggjafarvald í ýmsum sérmálum með stjórnarskránni árið 1874. Fyrir það fyrsta, þá var Ísland enn hluti af danska konungsveldinu og átti stjórnmálabaráttan eftir að litast af þeirri stöðu. Þjóðartekjur á mann voru með því lægsta í Evrópu á þessum tíma. Að sama skapi voru allir þingmenn þjóðarinnar 36 talsins karlmenn. Ljóst er að samfélagsleg þróun hefur verið okkur Íslendingum hagstæð þegar litið er til vaxtar þjóðartekna og að þingið í dag endurspeglar mun betur samfélag sitt, til að mynda er hlutfall kvenna og karla á þingi jafnt. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í dag eru að öðrum toga en viðfangsefnið er alltaf hið sama, þ.e. hvernig bætum við íslenskt samfélag. Hvernig tryggjum við að gæði velferðarsamfélagsins séu á meðal þess besta sem gerist í veröldinni? Vinna þarf betur að ýmsum málum. Leyfi ég mér að nefna þrennt sem ætti að vera forgangsmál á komandi þingvetri: efla þarf heilbrigðisþjónustu og minnka þarf greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta þarf stöðu eldri borgara og styðja verður betur við menntakerfið. Við munum hins vegar ekki bera gæfu til þess að ná árangri nema að við tryggjum að grunnatvinnuvegir þjóðarinnar séu samkeppnishæfnir. Stöðugt hagkerfi og traust efnahagsstjórn er lykilforsenda þess. Áhrif þingsins og þverrandi traust á það hefur verið til umræðu undanfarin misseri. Þetta er stórvarasöm þróun því að hún grefur undan þrískiptingu valdsins í lýðræðisþjóðfélögum. Ef löggjafarvaldið er veikburða hefur það áhrif á alla stjórnmálaþátttöku, þ.e. áhugi á stjórnmálum sem hreyfiafli fer dvínandi og áhrif þess eru ófyrirséð. Hvað er til ráða? Að mínu mati er framvindan í höndum þingmanna þjóðarinnar. Þingmenn hafa það í valdi sínu að koma fram með umbótamál og vinna þeim fylgi. Efling löggjafarvaldsins liggur fyrst og síðast hjá okkur þingmönnum. Þeir þingmenn sem reyna að varpa ábyrgðinni á aðra eru á villigötum. Allur þingheimur þarf að huga að því mun betur hvernig megi auka traust og ásýnd þingsins. Það verður best gert með málefnalegri framgöngu og leita leiða til að bæta samfélagið okkar. Greinarhöfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur tekið umtalsverðum breytingum til hins betra frá því að Alþingi hlaut löggjafarvald í ýmsum sérmálum með stjórnarskránni árið 1874. Fyrir það fyrsta, þá var Ísland enn hluti af danska konungsveldinu og átti stjórnmálabaráttan eftir að litast af þeirri stöðu. Þjóðartekjur á mann voru með því lægsta í Evrópu á þessum tíma. Að sama skapi voru allir þingmenn þjóðarinnar 36 talsins karlmenn. Ljóst er að samfélagsleg þróun hefur verið okkur Íslendingum hagstæð þegar litið er til vaxtar þjóðartekna og að þingið í dag endurspeglar mun betur samfélag sitt, til að mynda er hlutfall kvenna og karla á þingi jafnt. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í dag eru að öðrum toga en viðfangsefnið er alltaf hið sama, þ.e. hvernig bætum við íslenskt samfélag. Hvernig tryggjum við að gæði velferðarsamfélagsins séu á meðal þess besta sem gerist í veröldinni? Vinna þarf betur að ýmsum málum. Leyfi ég mér að nefna þrennt sem ætti að vera forgangsmál á komandi þingvetri: efla þarf heilbrigðisþjónustu og minnka þarf greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta þarf stöðu eldri borgara og styðja verður betur við menntakerfið. Við munum hins vegar ekki bera gæfu til þess að ná árangri nema að við tryggjum að grunnatvinnuvegir þjóðarinnar séu samkeppnishæfnir. Stöðugt hagkerfi og traust efnahagsstjórn er lykilforsenda þess. Áhrif þingsins og þverrandi traust á það hefur verið til umræðu undanfarin misseri. Þetta er stórvarasöm þróun því að hún grefur undan þrískiptingu valdsins í lýðræðisþjóðfélögum. Ef löggjafarvaldið er veikburða hefur það áhrif á alla stjórnmálaþátttöku, þ.e. áhugi á stjórnmálum sem hreyfiafli fer dvínandi og áhrif þess eru ófyrirséð. Hvað er til ráða? Að mínu mati er framvindan í höndum þingmanna þjóðarinnar. Þingmenn hafa það í valdi sínu að koma fram með umbótamál og vinna þeim fylgi. Efling löggjafarvaldsins liggur fyrst og síðast hjá okkur þingmönnum. Þeir þingmenn sem reyna að varpa ábyrgðinni á aðra eru á villigötum. Allur þingheimur þarf að huga að því mun betur hvernig megi auka traust og ásýnd þingsins. Það verður best gert með málefnalegri framgöngu og leita leiða til að bæta samfélagið okkar. Greinarhöfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun