Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Birgir Olgeirsson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2017 14:19 Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu, og Kolbrún Benediktsdóttir ræða saman. VÍSIR/VILHELM „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30