Heimir með Viðar Örn í hópnum á móti Tyrklandi og Kósóvó | Svona lítur hópurinn út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:23 Heimir Hallgrímsson tilkynnir hópinn. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Heimir og KSÍ héldu blaðamannafund í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og þar var farið yfir hvaða leikmenn fá það stóra verkefni að tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska liðið spilar fyrst út í Tyrklandi en kemur svo heim og mætir liði Kósóvó á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið er eins og er við hlið Króatíu á toppi riðilsins en situr í öðru sætinu á lakari markatölu. Tyrkir og Úkraínumenn eru tveimur stigum á eftir og spennan því mikil fyrir síðustu tvær umferðir riðilsins. Heimir gerir ekki stórar breytingar á hópnum sem lék á móti Finnlandi og Úkraínu í byrjun þessa mánaðar. Hann velur 25 manna hóp þar sem margir leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi og geta því verið í banni í seinni leiknum. Þetta er sami hópur og var síðast fyrir utan það að markvörðurinn Ingvar Jónsson dettur út og Ögmundur Kristinsson kemur inn. Þá bætist Arnór Smárason inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson er áfram í hópnum en Heimir tók hann inn á milli leikja í síðasta verkefni og ætlar Heimir að gefa Viðari fleiri tækifæri til að sýna sig á æfingum. Emil Hallfreðsson verður í leikbanni í leiknum út í Tyrklandi eftir að hann fékk sitt annað gula spjald í sigrinum á móti Úkraínu í síðasta leik. Af þeim sökum er Heimir með fjölmennari hóp að þessu sinni eða alls 25 leikmenn.Landsliðshópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósovó.mynd/ksíHópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum:Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Rúnar Alex Rúnarsson, FC Nordsjæland Ögmundur Kristinsson, ExcelsiorVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan FC Kári Árnason, Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson, Brøndby IFMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Birkir Bjarnason, Aston Villa FC Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio (Í banni á móti Tyrklandi) Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson, Everton FC Rúrik Gíslason, 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Arnóri Ingvi Traustason, AEK Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Club Arnór Smárason, HammarbySóknarmenn Alfreð Finnbogason, FC Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Reading FC Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK Viðar Örn Kjartansson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Heimir og KSÍ héldu blaðamannafund í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og þar var farið yfir hvaða leikmenn fá það stóra verkefni að tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska liðið spilar fyrst út í Tyrklandi en kemur svo heim og mætir liði Kósóvó á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið er eins og er við hlið Króatíu á toppi riðilsins en situr í öðru sætinu á lakari markatölu. Tyrkir og Úkraínumenn eru tveimur stigum á eftir og spennan því mikil fyrir síðustu tvær umferðir riðilsins. Heimir gerir ekki stórar breytingar á hópnum sem lék á móti Finnlandi og Úkraínu í byrjun þessa mánaðar. Hann velur 25 manna hóp þar sem margir leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi og geta því verið í banni í seinni leiknum. Þetta er sami hópur og var síðast fyrir utan það að markvörðurinn Ingvar Jónsson dettur út og Ögmundur Kristinsson kemur inn. Þá bætist Arnór Smárason inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson er áfram í hópnum en Heimir tók hann inn á milli leikja í síðasta verkefni og ætlar Heimir að gefa Viðari fleiri tækifæri til að sýna sig á æfingum. Emil Hallfreðsson verður í leikbanni í leiknum út í Tyrklandi eftir að hann fékk sitt annað gula spjald í sigrinum á móti Úkraínu í síðasta leik. Af þeim sökum er Heimir með fjölmennari hóp að þessu sinni eða alls 25 leikmenn.Landsliðshópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósovó.mynd/ksíHópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum:Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Rúnar Alex Rúnarsson, FC Nordsjæland Ögmundur Kristinsson, ExcelsiorVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan FC Kári Árnason, Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson, Brøndby IFMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Birkir Bjarnason, Aston Villa FC Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio (Í banni á móti Tyrklandi) Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson, Everton FC Rúrik Gíslason, 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Arnóri Ingvi Traustason, AEK Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Club Arnór Smárason, HammarbySóknarmenn Alfreð Finnbogason, FC Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Reading FC Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK Viðar Örn Kjartansson
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira