Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson skrifar 27. september 2017 06:00 Um nokkurt skeið hef ég sagt að líklega hafi aldrei verið jafn bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og í dag. Við höfum með afar farsælum hætti leyst úr helstu viðfangsefnum eftirhrunsáranna og lifum nú okkar lengsta samfellda hagvaxtarskeið. Því samhliða vex bjartsýni landsmanna enda eru tækifærin víða. Fólk vill láta til sín taka, gera betur, sækja fram og byggja upp landið okkar. Ein mikilvæg forsenda þess að úr tækifærum landsmanna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. Við töpum dýrmætum tíma með því að efna til kosninga, einungis ári eftir þær síðustu. Pólitískur óstöðugleiki býður einnig heim ýmiss konar hættu og kostnaði. Þegar hefur komið fram að stjórnarslitin hafi á fyrsta degi þurrkað út 32 milljarða sparnað landsmanna. Væntingar um verðbólgu hækkuðu á mörkuðum en það getur leitt til hærri vaxta. Fleira mætti tína til, fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, hafa tilhneigingu til að halda að sér höndum þar sem pólitísk óvissa ríkir. Slíkt dregur úr hagvexti og störf tapast. En jafnvel þótt við horfum fram hjá bæði tíma og fjármunum þá er endurheimt stöðugleika í stjórnarfari mikils virði sem sjálfstætt mál. Líkur á því að samstaða og samheldni meðal landsmanna vaxi helst í hendur við að stjórnmálin fari að virka á nýjan leik. Í því einu og sér eru þess vegna fólgin mikil samfélagsleg verðmæti. Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs. Það er ekki til árangurs fallið að setja öðrum í sífellu afarkosti þegar mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn eða fá niðurstöðu í stór framfaramál. Það þarf meiri ábyrgð, festu og sáttfýsi. Kosningarnar nú eru vissulega merki um óstöðugleika og óvissan kostar tíma og fjármuni. En um leið eru þær stórkostlegt tækifæri til að skapa betri grundvöll fyrir sterkari stjórnmál sem virka. Nýtum þetta tækifæri vel.Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Kosningar 2017 Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hef ég sagt að líklega hafi aldrei verið jafn bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og í dag. Við höfum með afar farsælum hætti leyst úr helstu viðfangsefnum eftirhrunsáranna og lifum nú okkar lengsta samfellda hagvaxtarskeið. Því samhliða vex bjartsýni landsmanna enda eru tækifærin víða. Fólk vill láta til sín taka, gera betur, sækja fram og byggja upp landið okkar. Ein mikilvæg forsenda þess að úr tækifærum landsmanna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. Við töpum dýrmætum tíma með því að efna til kosninga, einungis ári eftir þær síðustu. Pólitískur óstöðugleiki býður einnig heim ýmiss konar hættu og kostnaði. Þegar hefur komið fram að stjórnarslitin hafi á fyrsta degi þurrkað út 32 milljarða sparnað landsmanna. Væntingar um verðbólgu hækkuðu á mörkuðum en það getur leitt til hærri vaxta. Fleira mætti tína til, fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, hafa tilhneigingu til að halda að sér höndum þar sem pólitísk óvissa ríkir. Slíkt dregur úr hagvexti og störf tapast. En jafnvel þótt við horfum fram hjá bæði tíma og fjármunum þá er endurheimt stöðugleika í stjórnarfari mikils virði sem sjálfstætt mál. Líkur á því að samstaða og samheldni meðal landsmanna vaxi helst í hendur við að stjórnmálin fari að virka á nýjan leik. Í því einu og sér eru þess vegna fólgin mikil samfélagsleg verðmæti. Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs. Það er ekki til árangurs fallið að setja öðrum í sífellu afarkosti þegar mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn eða fá niðurstöðu í stór framfaramál. Það þarf meiri ábyrgð, festu og sáttfýsi. Kosningarnar nú eru vissulega merki um óstöðugleika og óvissan kostar tíma og fjármuni. En um leið eru þær stórkostlegt tækifæri til að skapa betri grundvöll fyrir sterkari stjórnmál sem virka. Nýtum þetta tækifæri vel.Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun