Breyting á útlendingalögum gæti tryggt ganversku fjölskyldunni dvalarleyfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 20:22 Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“ Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“
Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30