Breyting á útlendingalögum gæti tryggt ganversku fjölskyldunni dvalarleyfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 20:22 Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“ Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Alþingi ræðir nú breytingu á útlendingalögum sem rýmkar heimildir til að veita barnafólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Sú breyting mun meðal annars hafa áhrif á fimm manna fjölskyldu frá Gana sem fjallað var um í fréttum í gær en úrskurðarnefnd útlendingamála hefur úrskurðað að ekki komi til greina að veita þeim dvalarleyfi þrátt fyrir að móðirin sé talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu og að fjölskyldan eigi að fara úr landi innan 30 daga. „Samkvæmt núgildandi lögum þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef stjórnvöld hafa verið lengi að taka málið til meðferðar. Það hefur verið miðað við 18 mánuði, þannig að ef stjórnvöld hafa verið lengur en 18 mánuði að komast að endanlegri niðurstöðu þá hafa aðilar getað sótt um dvalarleyfi á þessum forsendum. Til stendur að breyta þessu og stytta þennan tíma þannig að þetta verði fimmtán mánuðir, sem er jákvætt. Þetta rýmkar heimildir til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við fréttastofu. Álitaefni er hversu langur málsmeðferðartíminn hefur verið hjá fjölskyldunni. „En ef við miðum við úrskurðinn sem féll í mars þá eru þetta 17 mánuðir, þannig að fjölskyldan fellur milli skips og bryggju. En eftir þessa breytingu, verði hún að veruleika þá mun fjölskyldan geta sótt um endurupptöku á sínu máli og þá væntanleg, að mínum dómi, hlotið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“Hinn almenni borgari vilji ekki vísa fólki úr landi Hann segir mikilvægt að horfa út fyrir þetta staka mál og önnur stök mál og að endurskoða þurfi málaflokkinn í heild sinni. „Ég held að Íslendingar allir, hinn almenni borgari, vill ekki senda fjölskyldu eins og þessa út á guð og gaddinn með eins mánaðar gamalt barn og móðirin í sjálfsvígshugleiðingum. Mögulega einhverjir rasistar á kommentakerfum en hinn almenni borgari? Nei. Þannig að þessu þarf að breyta. Við þurfum að standa okkur betur í þessum málum, við þurfum að taka betur á móti þessu fólki. Við þurfum að afgreiða þessi mál hraðar og það er vonandi að það náist samstaða um það á næsta þingi að breyta þessu.“ Hann segist vongóður fyrir hönd fjölskyldunnar verði breytingin samþykkt. „Ég ræddi við þau og það er náttúrulega alltaf mikilvægt að halda í vonina. Auðvitað er þetta ekkert í hús en vissulega, verði þessi breyting að veruleika, þá er ég mjög vongóður. Verði þetta ekki að veruleika þá munum við grípa til allra mögulegra úrræða en þetta eru vissulega góðar fréttir,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ómanneskjulegt að leyfa fólki að koma hingað og aðlagast íslensku kerfi, skólakerfi, leikskólum og svo framvegis, bara til að rífa það upp með rótum og senda það úr landi. Það eru ekki rétt vinnubrögð að mínum dómi.“
Alþingi Tengdar fréttir Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. 25. september 2017 18:30