Gunnar Bragi lét þingheim heyra það: Sagði jafnmikilvægt að leysa vanda sauðfjárbænda og flóttabarna Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2017 16:24 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Stefán „Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“ Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
„Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“
Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55