Körfubolti

LeBron var til í að afhenda Kyrie lyklana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kyrie og LeBron er allt lék í lyndi.
Kyrie og LeBron er allt lék í lyndi. vísir/getty
LeBron James er ekki sár út í Kyrie Irving fyrir að yfirgefa Cleveland þó svo hann hafi verið til í að afhenda honum lyklana að liðinu fljótlega.

„Ég gerði allt sem ég gat til þess að hjálpa stráknum að verða sá leikmaður sem hann á að vera. Ég gaf af mér eins og ég gat. Þegar hann væri tilbúinn var ég tilbúinn að afhenda honum lyklana að liðinu. Ég var til í það,“ sagði LeBron.

Irving er farinn til Boston og var spurður út í orð LeBron. Hann vildi lítið tjá sig um þau og sagði að öll slík samtöl yrðu persónulega og ekki fyrir almenning.

LeBron og Kyrie hafa ekki talað saman síðan Kyrie fór til Boston en LeBron reyndi að stöðva brotthvarf hans er hann frétti að Kyrie hefði beðið um að fá að fara.

„Ég hafði samband við hann því ég vildi skilja betur af hverju hann væri að þessu. Hann útskýrði það fyrir mér og ég sagði bara okei. Ég skil það. Hann vildi gera það sem hentaði honum best og ég ber virðingu fyrir því. Mér fannst flott hjá mínum yfirmönnum að leyfa honum að fara,“ sagði LeBron.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×