Fyrstu Star Trek þættirnir í áratug fá góða dóma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 15:32 Sonequa Martin-Green, fyrir miðju, leikur aðalhlutverkið. Mynd/CBS Fyrstu tvær þættir Star Trek: Discovery, fyrstu Star Trek þættirnir í rúmlega áratug, voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær. Þættirnir fá góða dóma og þykja vel heppnaðir. Star Trek, sem í ýmsum myndum var fastur liður á sjónvarpsdagskrám á sjöunda áratug síðustu aldar og svo samfleytt frá 1987 til 2005, hefur ekki verið til í sjónvarpsþáttaformi frá því að Star Trek: Enterprise lagði upp laupana árið 2005. Í millitíðinni hafa þó komið vinsælar kvikmyndir úr smiðju J.J. Abrams sem byggja á ævintýrum James T. Kirk og félaga í Star Trek-heiminum og hafa þær fært Star Trek heiminn aftur inn úr kuldanum. Var því ákveðið að ráðast í framleiðslu nýrra þátta. Þættirnir gerast um tíu árum áður en þeir atburðir sem fjallað var um í upprunalegu Star Trek þáttunum sem sýndir voru á árunum 1966 til 1969. Aðalhlutverkið er í höndum Sonequa Martin-Green sem leikur Michael Burnham, sem er næstráðandi á USS Discovery.Sarek, pabbi Spock,er persóna í hinum nýju þáttum.Á ýmsu hefur þó gengið í framleiðslu þáttanna. Yfirmaður framleiðslu þáttanna hætti í miðju kafi og frumsýningu þáttanna var frestað í tvígang eftir framleiðsluvandræði. Þá voru margir efins um hvort að þættirnir myndu slá í gegn eftir að framleiðendur neituðu að sýna gagnrýnendum þættina áður en þeir fóru í loftið. Að lokum fóru þættirnir þó í loftið og líkt og fyrr segir voru fyrstu tveir þættir fyrstu þáttaraðarinnar frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og fá þeir góða dóma.Á Rotten Tomatoes fær þáttaröðin 86% af 100%. Þar virðast gagnrýnendur vera sammála um að fyrstu þættirnir séu góð byrjun á þessari þáttaröð, en að þrauka þurfi í gegnum fyrsta þáttinn af tveimur til þess að sjá þættina nái flugi.Gagnrýnandi Vox fer fögrum orðum um þættina eftir að hafa séð fyrstu þrjá þættina. Gefur hann þáttunum 3,5 V af 5 mögulegum og segir að þættirnir nái að fanga flesta ef ekki alla kosti og galla við Star Trek-heiminn.Gagnrýnandi Vulture er á svipaðri blaðsíðu og gagnrýnandi Vox. Þar segir hann að þáttunum takist að næla sér í mikið af því sem gerði hinar Star Trek þáttaraðirnar vinsælar. Þá segir hann einnig að eftir fyrstu þættina megi sjá að efniviðurinn sé til staðar til þess að búa til frábæran sjónvarpsþátt.Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þættina. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrstu tvær þættir Star Trek: Discovery, fyrstu Star Trek þættirnir í rúmlega áratug, voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær. Þættirnir fá góða dóma og þykja vel heppnaðir. Star Trek, sem í ýmsum myndum var fastur liður á sjónvarpsdagskrám á sjöunda áratug síðustu aldar og svo samfleytt frá 1987 til 2005, hefur ekki verið til í sjónvarpsþáttaformi frá því að Star Trek: Enterprise lagði upp laupana árið 2005. Í millitíðinni hafa þó komið vinsælar kvikmyndir úr smiðju J.J. Abrams sem byggja á ævintýrum James T. Kirk og félaga í Star Trek-heiminum og hafa þær fært Star Trek heiminn aftur inn úr kuldanum. Var því ákveðið að ráðast í framleiðslu nýrra þátta. Þættirnir gerast um tíu árum áður en þeir atburðir sem fjallað var um í upprunalegu Star Trek þáttunum sem sýndir voru á árunum 1966 til 1969. Aðalhlutverkið er í höndum Sonequa Martin-Green sem leikur Michael Burnham, sem er næstráðandi á USS Discovery.Sarek, pabbi Spock,er persóna í hinum nýju þáttum.Á ýmsu hefur þó gengið í framleiðslu þáttanna. Yfirmaður framleiðslu þáttanna hætti í miðju kafi og frumsýningu þáttanna var frestað í tvígang eftir framleiðsluvandræði. Þá voru margir efins um hvort að þættirnir myndu slá í gegn eftir að framleiðendur neituðu að sýna gagnrýnendum þættina áður en þeir fóru í loftið. Að lokum fóru þættirnir þó í loftið og líkt og fyrr segir voru fyrstu tveir þættir fyrstu þáttaraðarinnar frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og fá þeir góða dóma.Á Rotten Tomatoes fær þáttaröðin 86% af 100%. Þar virðast gagnrýnendur vera sammála um að fyrstu þættirnir séu góð byrjun á þessari þáttaröð, en að þrauka þurfi í gegnum fyrsta þáttinn af tveimur til þess að sjá þættina nái flugi.Gagnrýnandi Vox fer fögrum orðum um þættina eftir að hafa séð fyrstu þrjá þættina. Gefur hann þáttunum 3,5 V af 5 mögulegum og segir að þættirnir nái að fanga flesta ef ekki alla kosti og galla við Star Trek-heiminn.Gagnrýnandi Vulture er á svipaðri blaðsíðu og gagnrýnandi Vox. Þar segir hann að þáttunum takist að næla sér í mikið af því sem gerði hinar Star Trek þáttaraðirnar vinsælar. Þá segir hann einnig að eftir fyrstu þættina megi sjá að efniviðurinn sé til staðar til þess að búa til frábæran sjónvarpsþátt.Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þættina.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira