Dómur í máli Ryanair gæti verið fordæmisgefandi fyrir íslenska flugliða Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. september 2017 14:11 Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu Vísir/Getty Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“ Fréttir af flugi Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“
Fréttir af flugi Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira