Ríkisaðstoð í uppnámi vegna stjórnarslitanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2017 09:00 Fráveitumál við Mývatn hafa lengi verið í ólestri. VÍSIR/VILHELM Viðræður Skútustaðahrepps við ríkisstjórnina um fjárhagsaðstoð vegna alvarlegs vanda í fráveitumálum er í uppnámi vegna stjórnarslitanna. Hreppurinn og fyrirtæki í ferðaþjónustu við Mývatn biðja nú um gálgafrest áður en til afturköllunar starfsleyfa kemur, sem vofað hefur yfir ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu, Frestur sem heilbrigðisnefnd svæðisins veitti hreppnum og fyrirtækjum til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun og Fréttablaðið hefur greint frá, rann út fyrir viku. Ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar um hvort frestur verður veittur verður tekin snemma í október, segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við úrbætur er um eða yfir hálfur milljarður króna og leitað hefur verið til ríkisins eftir fjárhagsaðstoð. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt þá línu að fyrirtækin á svæðinu þurfi sjálf að leggja eitthvað af mörkum, en sýna þurfi skilning á því að vandinn sé stór og sveitarfélagið lítið. Enn liggur þó ekkert fyrir um aðkomu ríkisins. „Viðræður voru komnar í fínan farveg. Við áttum bókaðan fund síðastliðinn mánudag með bæði fjármála- og umhverfisráðherra. Hann var blásinn af vegna stjórnmálaástandsins,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. „Nú fer allt í bið og við þurfum væntanlega að byrja frá grunni þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð eftir kosningar.“ Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Viðræður Skútustaðahrepps við ríkisstjórnina um fjárhagsaðstoð vegna alvarlegs vanda í fráveitumálum er í uppnámi vegna stjórnarslitanna. Hreppurinn og fyrirtæki í ferðaþjónustu við Mývatn biðja nú um gálgafrest áður en til afturköllunar starfsleyfa kemur, sem vofað hefur yfir ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu, Frestur sem heilbrigðisnefnd svæðisins veitti hreppnum og fyrirtækjum til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun og Fréttablaðið hefur greint frá, rann út fyrir viku. Ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar um hvort frestur verður veittur verður tekin snemma í október, segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við úrbætur er um eða yfir hálfur milljarður króna og leitað hefur verið til ríkisins eftir fjárhagsaðstoð. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt þá línu að fyrirtækin á svæðinu þurfi sjálf að leggja eitthvað af mörkum, en sýna þurfi skilning á því að vandinn sé stór og sveitarfélagið lítið. Enn liggur þó ekkert fyrir um aðkomu ríkisins. „Viðræður voru komnar í fínan farveg. Við áttum bókaðan fund síðastliðinn mánudag með bæði fjármála- og umhverfisráðherra. Hann var blásinn af vegna stjórnmálaástandsins,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. „Nú fer allt í bið og við þurfum væntanlega að byrja frá grunni þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð eftir kosningar.“
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira