Lars Lagerbäck hefur byrjað betur með Noreg en hann gerði með íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 13:45 Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Það tekur sinn tíma að breyta leikstíl og venjum hjá landsliði. Íslenska landsliðið breyttist ekki strax í EM 2016 liðið eftir að Lars Lagerbäck tók við. Hann þurfti sinn tíma en tókst að breyta miklu. Lars Lagerbäck er nú þjálfari norska landsliðsins og liðið hefur nú spilað fimm leiki undir hans stjórn. Eftir 6-0 tap á móti liði Þýskalands eru ekki allir vissir um að Svíanum takist að koma norska landsliðinu aftur á þann stall sem liðið var fyrir nokkrum árum. Liðið á ekki lengur möguleiki á að komast upp úr sínum riðli og hefur í raun að litlu að keppa í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2019. Á sama tíma er Heimir Hallgrímsson áfram að gera flotta hluti með íslenska landsliðið sem er í toppbaráttunni í sínum riðli sem er langt frá því að vera einn af þeim léttari í keppninni. Reynslan með íslenska landsliðið sýnir þó að það mátti búast við basli í byrjun. Íslenska landsliðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäck og vann ekki fyrr en í fimmta leik sem var heimaleikur á móti Færeyjum. Norska landsliðið hefur því byrjað betur undir stjórn Lars Lagerbäck en það íslenska. Lagerbäck gerði hinsvegar betur með sænska landsliðið í fyrstu fimm leikjunum. Það vekur hinsvegar athygli að íslensku strákarnir skoruðu tvöfalt meira í fyrstu fimm leikjunum en þeir norsku. Íslenska landsliðið gat alltaf skorað mörk en mesta breytingin á liðinu undir stjórn Lagerbäck var á varnarleik liðsins. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm fyrstu landsleiki þjóðanna þriggja eftir að Lars Lagerbäck settist í þjálfarastólinn.Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með sænska landsliðið 1-0 sigur á Danmörku 1-1 jafntefli við Noregi 1-0 tap fyrir Ítalíu 1-1 jafntefli við Austurríki 1-0 sigur á Danmörku8 stig (2 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap, markatala: +1, 4-3)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið 3-1 tap fyrir Japan 2-1 tap fyrir Svartfjallalandi 3-2 tap fyrir Frakklandi 3-2 tap fyrir Svíþjóð 2-0 sigur á Færeyjum3 stig (1 sigur, 4 töp, markatala: -3, 8-11)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með norska landsliðið 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi 1-1 jafntefli við Tékkland 1-1 jafntefli við Svíþjóð 2-0 sigur á Aserbaídjsan 6-0 tap fyrir Þýskalandi5 stig (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp, markatala: -6, 4-10) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Það tekur sinn tíma að breyta leikstíl og venjum hjá landsliði. Íslenska landsliðið breyttist ekki strax í EM 2016 liðið eftir að Lars Lagerbäck tók við. Hann þurfti sinn tíma en tókst að breyta miklu. Lars Lagerbäck er nú þjálfari norska landsliðsins og liðið hefur nú spilað fimm leiki undir hans stjórn. Eftir 6-0 tap á móti liði Þýskalands eru ekki allir vissir um að Svíanum takist að koma norska landsliðinu aftur á þann stall sem liðið var fyrir nokkrum árum. Liðið á ekki lengur möguleiki á að komast upp úr sínum riðli og hefur í raun að litlu að keppa í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2019. Á sama tíma er Heimir Hallgrímsson áfram að gera flotta hluti með íslenska landsliðið sem er í toppbaráttunni í sínum riðli sem er langt frá því að vera einn af þeim léttari í keppninni. Reynslan með íslenska landsliðið sýnir þó að það mátti búast við basli í byrjun. Íslenska landsliðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäck og vann ekki fyrr en í fimmta leik sem var heimaleikur á móti Færeyjum. Norska landsliðið hefur því byrjað betur undir stjórn Lars Lagerbäck en það íslenska. Lagerbäck gerði hinsvegar betur með sænska landsliðið í fyrstu fimm leikjunum. Það vekur hinsvegar athygli að íslensku strákarnir skoruðu tvöfalt meira í fyrstu fimm leikjunum en þeir norsku. Íslenska landsliðið gat alltaf skorað mörk en mesta breytingin á liðinu undir stjórn Lagerbäck var á varnarleik liðsins. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm fyrstu landsleiki þjóðanna þriggja eftir að Lars Lagerbäck settist í þjálfarastólinn.Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með sænska landsliðið 1-0 sigur á Danmörku 1-1 jafntefli við Noregi 1-0 tap fyrir Ítalíu 1-1 jafntefli við Austurríki 1-0 sigur á Danmörku8 stig (2 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap, markatala: +1, 4-3)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið 3-1 tap fyrir Japan 2-1 tap fyrir Svartfjallalandi 3-2 tap fyrir Frakklandi 3-2 tap fyrir Svíþjóð 2-0 sigur á Færeyjum3 stig (1 sigur, 4 töp, markatala: -3, 8-11)Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með norska landsliðið 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi 1-1 jafntefli við Tékkland 1-1 jafntefli við Svíþjóð 2-0 sigur á Aserbaídjsan 6-0 tap fyrir Þýskalandi5 stig (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp, markatala: -6, 4-10)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira