Fallvaltur stöðugleiki Smári McCarthy skrifar 20. september 2017 14:02 Ríkisstjórn Íslands er fallin. Aftur. Ekki einu sinni í fyrsta skiptið á þessum áratug. Síðast hrundi hún vegna spillingarmála þar sem þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu við sögu, en aðeins einn þeirra stóð uppi með Svarta-Pétur eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði náð að klína málinu alfarið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Sér í lagi hefur Bjarni Benediktsson aldrei skýrt með fullnægjandi hætti frá þeim hagsmunum sínum sem fram komu í Panama-skjölunum. Í þetta skiptið hrundi ríkisstjórnin út af vantrausti Bjartrar framtíðar á Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirhylmingar dómsmálaráðherra á, að hennar sögn, trúnaðarupplýsingum, sem hún þó upplýsti forsætisráðherra um. Forsætisráðherra, hvers faðir hafði undirritað eitt umræddra gagna. Svo ríkti enginn trúnaður yfir gögnunum þegar á hólminn var komið. Dómsmálaráðherra braut lög með yfirhylmingunni, en raunar kom í ljós sama dag og ríkisstjórnin féll að þetta var alls ekki fyrsta skiptið sem Sigríður Á Andersen hafði brotið lög. Hún hafði nefnilega gert það þegar hún tók síður hæfa dómara (með heppileg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn) fram yfir hæfari dómara (sem sumir höfðu óheppileg tengsl við aðra flokka), eins og Píratar bentu margsinnis á í vor. Þetta hrun ríkisstjórnarinnar var samt ekki annað í röðinni, heldur það þriðja, ef taldar eru þær ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðkomu að. Það var nefnilega þannig að ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun bjuggu til aðstæður hrunsins. Um þá árás á hagsmuni Íslands af hálfu fulltrúa auðvaldsins liggur níu binda ritverk til sönnunar. Sagan er enn lengri, ég ætla ekki að rekja hana hér. Ef þetta er sá stöðugleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, þá held ég að þjóðin þoli ekki meiri “stöðugleika”. Það var merkilegt að heyra viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það er galið að ætla að kenna mér um þann ímyndarskaða sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavísu, þótt hann hafi vissulega talað undir rós. Raunar voru það þáttastjórnendurnir sem ýttu á þennan vinkil, en maður spyr sig hvað markmið viðtalsins hafi átt að vera, ef ekki til að mála mig upp sem ódælt illmenni sem vinnur gegn hagsmunum Íslands. Í ljósi ofangreindra staðreynda vil ég meina að mín ummæli hafi í raun lítil áhrif haft á ímynd Íslands. Samkvæmt tölfræði frá Twitter hafa aðeins um 3500 manns sýnt tístinu nokkurn áhuga, jafnvel þegar birtingar í fjölmiðlum eru taldar með. Meðan ég er alveg upp með mér að utanríkisráðherra telji mig hafa svo mikið vogarafl meðal heimspressunnar, þá er staðreyndin sú að ég er lítil rödd í milljónageymi. Raunverulegi skaðinn af þessu ríkisstjórnarhruni skrifast allur á Sjálfstæðisflokkinn. Aftur.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Smári McCarthy Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands er fallin. Aftur. Ekki einu sinni í fyrsta skiptið á þessum áratug. Síðast hrundi hún vegna spillingarmála þar sem þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu við sögu, en aðeins einn þeirra stóð uppi með Svarta-Pétur eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði náð að klína málinu alfarið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Sér í lagi hefur Bjarni Benediktsson aldrei skýrt með fullnægjandi hætti frá þeim hagsmunum sínum sem fram komu í Panama-skjölunum. Í þetta skiptið hrundi ríkisstjórnin út af vantrausti Bjartrar framtíðar á Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirhylmingar dómsmálaráðherra á, að hennar sögn, trúnaðarupplýsingum, sem hún þó upplýsti forsætisráðherra um. Forsætisráðherra, hvers faðir hafði undirritað eitt umræddra gagna. Svo ríkti enginn trúnaður yfir gögnunum þegar á hólminn var komið. Dómsmálaráðherra braut lög með yfirhylmingunni, en raunar kom í ljós sama dag og ríkisstjórnin féll að þetta var alls ekki fyrsta skiptið sem Sigríður Á Andersen hafði brotið lög. Hún hafði nefnilega gert það þegar hún tók síður hæfa dómara (með heppileg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn) fram yfir hæfari dómara (sem sumir höfðu óheppileg tengsl við aðra flokka), eins og Píratar bentu margsinnis á í vor. Þetta hrun ríkisstjórnarinnar var samt ekki annað í röðinni, heldur það þriðja, ef taldar eru þær ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðkomu að. Það var nefnilega þannig að ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun bjuggu til aðstæður hrunsins. Um þá árás á hagsmuni Íslands af hálfu fulltrúa auðvaldsins liggur níu binda ritverk til sönnunar. Sagan er enn lengri, ég ætla ekki að rekja hana hér. Ef þetta er sá stöðugleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, þá held ég að þjóðin þoli ekki meiri “stöðugleika”. Það var merkilegt að heyra viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það er galið að ætla að kenna mér um þann ímyndarskaða sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavísu, þótt hann hafi vissulega talað undir rós. Raunar voru það þáttastjórnendurnir sem ýttu á þennan vinkil, en maður spyr sig hvað markmið viðtalsins hafi átt að vera, ef ekki til að mála mig upp sem ódælt illmenni sem vinnur gegn hagsmunum Íslands. Í ljósi ofangreindra staðreynda vil ég meina að mín ummæli hafi í raun lítil áhrif haft á ímynd Íslands. Samkvæmt tölfræði frá Twitter hafa aðeins um 3500 manns sýnt tístinu nokkurn áhuga, jafnvel þegar birtingar í fjölmiðlum eru taldar með. Meðan ég er alveg upp með mér að utanríkisráðherra telji mig hafa svo mikið vogarafl meðal heimspressunnar, þá er staðreyndin sú að ég er lítil rödd í milljónageymi. Raunverulegi skaðinn af þessu ríkisstjórnarhruni skrifast allur á Sjálfstæðisflokkinn. Aftur.Höfundur er þingmaður Pírata.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun