Fallvaltur stöðugleiki Smári McCarthy skrifar 20. september 2017 14:02 Ríkisstjórn Íslands er fallin. Aftur. Ekki einu sinni í fyrsta skiptið á þessum áratug. Síðast hrundi hún vegna spillingarmála þar sem þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu við sögu, en aðeins einn þeirra stóð uppi með Svarta-Pétur eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði náð að klína málinu alfarið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Sér í lagi hefur Bjarni Benediktsson aldrei skýrt með fullnægjandi hætti frá þeim hagsmunum sínum sem fram komu í Panama-skjölunum. Í þetta skiptið hrundi ríkisstjórnin út af vantrausti Bjartrar framtíðar á Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirhylmingar dómsmálaráðherra á, að hennar sögn, trúnaðarupplýsingum, sem hún þó upplýsti forsætisráðherra um. Forsætisráðherra, hvers faðir hafði undirritað eitt umræddra gagna. Svo ríkti enginn trúnaður yfir gögnunum þegar á hólminn var komið. Dómsmálaráðherra braut lög með yfirhylmingunni, en raunar kom í ljós sama dag og ríkisstjórnin féll að þetta var alls ekki fyrsta skiptið sem Sigríður Á Andersen hafði brotið lög. Hún hafði nefnilega gert það þegar hún tók síður hæfa dómara (með heppileg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn) fram yfir hæfari dómara (sem sumir höfðu óheppileg tengsl við aðra flokka), eins og Píratar bentu margsinnis á í vor. Þetta hrun ríkisstjórnarinnar var samt ekki annað í röðinni, heldur það þriðja, ef taldar eru þær ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðkomu að. Það var nefnilega þannig að ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun bjuggu til aðstæður hrunsins. Um þá árás á hagsmuni Íslands af hálfu fulltrúa auðvaldsins liggur níu binda ritverk til sönnunar. Sagan er enn lengri, ég ætla ekki að rekja hana hér. Ef þetta er sá stöðugleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, þá held ég að þjóðin þoli ekki meiri “stöðugleika”. Það var merkilegt að heyra viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það er galið að ætla að kenna mér um þann ímyndarskaða sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavísu, þótt hann hafi vissulega talað undir rós. Raunar voru það þáttastjórnendurnir sem ýttu á þennan vinkil, en maður spyr sig hvað markmið viðtalsins hafi átt að vera, ef ekki til að mála mig upp sem ódælt illmenni sem vinnur gegn hagsmunum Íslands. Í ljósi ofangreindra staðreynda vil ég meina að mín ummæli hafi í raun lítil áhrif haft á ímynd Íslands. Samkvæmt tölfræði frá Twitter hafa aðeins um 3500 manns sýnt tístinu nokkurn áhuga, jafnvel þegar birtingar í fjölmiðlum eru taldar með. Meðan ég er alveg upp með mér að utanríkisráðherra telji mig hafa svo mikið vogarafl meðal heimspressunnar, þá er staðreyndin sú að ég er lítil rödd í milljónageymi. Raunverulegi skaðinn af þessu ríkisstjórnarhruni skrifast allur á Sjálfstæðisflokkinn. Aftur.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Smári McCarthy Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands er fallin. Aftur. Ekki einu sinni í fyrsta skiptið á þessum áratug. Síðast hrundi hún vegna spillingarmála þar sem þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu við sögu, en aðeins einn þeirra stóð uppi með Svarta-Pétur eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði náð að klína málinu alfarið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Sér í lagi hefur Bjarni Benediktsson aldrei skýrt með fullnægjandi hætti frá þeim hagsmunum sínum sem fram komu í Panama-skjölunum. Í þetta skiptið hrundi ríkisstjórnin út af vantrausti Bjartrar framtíðar á Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirhylmingar dómsmálaráðherra á, að hennar sögn, trúnaðarupplýsingum, sem hún þó upplýsti forsætisráðherra um. Forsætisráðherra, hvers faðir hafði undirritað eitt umræddra gagna. Svo ríkti enginn trúnaður yfir gögnunum þegar á hólminn var komið. Dómsmálaráðherra braut lög með yfirhylmingunni, en raunar kom í ljós sama dag og ríkisstjórnin féll að þetta var alls ekki fyrsta skiptið sem Sigríður Á Andersen hafði brotið lög. Hún hafði nefnilega gert það þegar hún tók síður hæfa dómara (með heppileg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn) fram yfir hæfari dómara (sem sumir höfðu óheppileg tengsl við aðra flokka), eins og Píratar bentu margsinnis á í vor. Þetta hrun ríkisstjórnarinnar var samt ekki annað í röðinni, heldur það þriðja, ef taldar eru þær ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðkomu að. Það var nefnilega þannig að ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun bjuggu til aðstæður hrunsins. Um þá árás á hagsmuni Íslands af hálfu fulltrúa auðvaldsins liggur níu binda ritverk til sönnunar. Sagan er enn lengri, ég ætla ekki að rekja hana hér. Ef þetta er sá stöðugleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, þá held ég að þjóðin þoli ekki meiri “stöðugleika”. Það var merkilegt að heyra viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það er galið að ætla að kenna mér um þann ímyndarskaða sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavísu, þótt hann hafi vissulega talað undir rós. Raunar voru það þáttastjórnendurnir sem ýttu á þennan vinkil, en maður spyr sig hvað markmið viðtalsins hafi átt að vera, ef ekki til að mála mig upp sem ódælt illmenni sem vinnur gegn hagsmunum Íslands. Í ljósi ofangreindra staðreynda vil ég meina að mín ummæli hafi í raun lítil áhrif haft á ímynd Íslands. Samkvæmt tölfræði frá Twitter hafa aðeins um 3500 manns sýnt tístinu nokkurn áhuga, jafnvel þegar birtingar í fjölmiðlum eru taldar með. Meðan ég er alveg upp með mér að utanríkisráðherra telji mig hafa svo mikið vogarafl meðal heimspressunnar, þá er staðreyndin sú að ég er lítil rödd í milljónageymi. Raunverulegi skaðinn af þessu ríkisstjórnarhruni skrifast allur á Sjálfstæðisflokkinn. Aftur.Höfundur er þingmaður Pírata.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun