Allt fyrir alla Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 20. september 2017 07:00 Fljótt skipast veður í lofti. Nýverið kom fram sú hugmynd að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990. Það þýðir að skattleysismörkin hækka úr 150 þúsund í 320 þúsund á mánuði. Niðurstaðan er sú að kostnaður við þá aðgerð næmi ríflega 130 milljörðum króna á ári. Aðgerðin væri feikilega dýr og misráðin og hefði grundvallaráhrif á hvata til vinnu og þar með neikvæð áhrif á efnahagslífið allt.Gildrur að varast Það er mikilvægt að stöðug umræða og endurskoðun sé í gangi á íslensku skattkerfi. Sérstaklega fagnar undirritaður öllum tillögum um lækkun álagna á landsmenn. Ekki síst í ljósi þess að skattheimta á Íslandi er ein sú mesta meðal þróaðra ríkja. Óraunhæfar tillögur í þá veru eru þó ekki til þess fallnar að vinna málstaðnum brautargengi. Það er erfitt að bera saman persónuafslátt á milli ólíkra kerfa. Skattleysismörk eru til að mynda þau sömu hvort sem þau eru 25 þúsund krónur í kerfi 25% tekjuskatts eða 50 þúsund krónur í kerfi 50% tekjuskatts. Það eru því margar gildrur að varast í umræðu um skattleysismörk og persónuafslátt.Trúverðugleiki? Gott dæmi er nýleg tillaga um að persónuafsláttur verði endurskoðaður til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990. Í fyrstu hljómar þetta sem yfirveguð hugmynd. En við nánari skoðun sést að tillagan er óraunhæf. Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Heildarkostnaður aðgerðarinnar væri metinn 130 milljarðar á ári. Til samanburðar er heildarframlag til heilbrigðismála um 190 milljarðar á ári.Smáatriði skipta máli Ekki dugar að horfa til fjölda framteljenda og margfalda með hækkun persónuafsláttar. Það væri ofmat þar sem hluti framteljenda nýtir ekki persónuafsláttinn til fulls. Fjöldi þessara framteljenda var 264.898 en þar af voru 49.253 með tekjur undir núverandi skattleysismörkum sem eru 149.192 krónur á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Þeir sem voru með tekjur á milli „nýju“ skattleysismarkanna og þeirra „gömlu“ voru 78.564 og voru meðaltekjur þeirra 241.314 krónur. Kostnaður ríkissjóðs vegna hærri persónuafsláttar þessara framteljenda hefði verið 34,2 milljarðar. Það er þá kostnaður af þeim sem hætta að greiða skatt í umræddri tillögu. Fjöldi þeirra sem voru yfir „nýju“ mörkunum var 137.081 og kostnaðurinn vegna þeirra væri 98,7 milljarðar. Kostnaður ríkissjóðs af því að endurskoða persónuafslátt til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990 væri því að minnsta kosti 133 milljarðar og af þeirri fjárhæð færu 74% til þeirra tekjuhæstu.Vönduð vinnubrögð Við eigum að vera kröfuhörð þegar kemur að umræðu um skattkerfið. Tillagan um launavísitölutengdan persónuafslátt frá árinu 1990 myndi nánast þurrka út allar tekjur ríkissjóðs í gegnum tekjuskatt einstaklinga. Í fyrra námu þær ríflega 150 milljörðum en yrðu miðað við breytinguna um 20 milljarðar. Tekjur ríkissjóðs myndu þannig á augabragði dragast saman um 130 milljarða króna á ári. Ef ætlunin er að fækka þeim í einu vetfangi sem taka þátt í að greiða skatta verður það einungis gert með þeim hætti að velta þeim byrðum á aðra nema samsvarandi tekjusamdráttur komi á móti. Sú aðgerð myndi þýða verulega hækkun grunnskattprósentu og aukinheldur draga um leið kröftuglega úr hvata til vinnu fyrir þau 137 þúsund framteljenda sem fá þau „forréttindi“ að borga hærri skatta með tilheyrandi neikvæðri bjögun á framleiðslu og lífskjör í landinu. Þá er betur heima setið en af stað farið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fljótt skipast veður í lofti. Nýverið kom fram sú hugmynd að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990. Það þýðir að skattleysismörkin hækka úr 150 þúsund í 320 þúsund á mánuði. Niðurstaðan er sú að kostnaður við þá aðgerð næmi ríflega 130 milljörðum króna á ári. Aðgerðin væri feikilega dýr og misráðin og hefði grundvallaráhrif á hvata til vinnu og þar með neikvæð áhrif á efnahagslífið allt.Gildrur að varast Það er mikilvægt að stöðug umræða og endurskoðun sé í gangi á íslensku skattkerfi. Sérstaklega fagnar undirritaður öllum tillögum um lækkun álagna á landsmenn. Ekki síst í ljósi þess að skattheimta á Íslandi er ein sú mesta meðal þróaðra ríkja. Óraunhæfar tillögur í þá veru eru þó ekki til þess fallnar að vinna málstaðnum brautargengi. Það er erfitt að bera saman persónuafslátt á milli ólíkra kerfa. Skattleysismörk eru til að mynda þau sömu hvort sem þau eru 25 þúsund krónur í kerfi 25% tekjuskatts eða 50 þúsund krónur í kerfi 50% tekjuskatts. Það eru því margar gildrur að varast í umræðu um skattleysismörk og persónuafslátt.Trúverðugleiki? Gott dæmi er nýleg tillaga um að persónuafsláttur verði endurskoðaður til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990. Í fyrstu hljómar þetta sem yfirveguð hugmynd. En við nánari skoðun sést að tillagan er óraunhæf. Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Heildarkostnaður aðgerðarinnar væri metinn 130 milljarðar á ári. Til samanburðar er heildarframlag til heilbrigðismála um 190 milljarðar á ári.Smáatriði skipta máli Ekki dugar að horfa til fjölda framteljenda og margfalda með hækkun persónuafsláttar. Það væri ofmat þar sem hluti framteljenda nýtir ekki persónuafsláttinn til fulls. Fjöldi þessara framteljenda var 264.898 en þar af voru 49.253 með tekjur undir núverandi skattleysismörkum sem eru 149.192 krónur á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Þeir sem voru með tekjur á milli „nýju“ skattleysismarkanna og þeirra „gömlu“ voru 78.564 og voru meðaltekjur þeirra 241.314 krónur. Kostnaður ríkissjóðs vegna hærri persónuafsláttar þessara framteljenda hefði verið 34,2 milljarðar. Það er þá kostnaður af þeim sem hætta að greiða skatt í umræddri tillögu. Fjöldi þeirra sem voru yfir „nýju“ mörkunum var 137.081 og kostnaðurinn vegna þeirra væri 98,7 milljarðar. Kostnaður ríkissjóðs af því að endurskoða persónuafslátt til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990 væri því að minnsta kosti 133 milljarðar og af þeirri fjárhæð færu 74% til þeirra tekjuhæstu.Vönduð vinnubrögð Við eigum að vera kröfuhörð þegar kemur að umræðu um skattkerfið. Tillagan um launavísitölutengdan persónuafslátt frá árinu 1990 myndi nánast þurrka út allar tekjur ríkissjóðs í gegnum tekjuskatt einstaklinga. Í fyrra námu þær ríflega 150 milljörðum en yrðu miðað við breytinguna um 20 milljarðar. Tekjur ríkissjóðs myndu þannig á augabragði dragast saman um 130 milljarða króna á ári. Ef ætlunin er að fækka þeim í einu vetfangi sem taka þátt í að greiða skatta verður það einungis gert með þeim hætti að velta þeim byrðum á aðra nema samsvarandi tekjusamdráttur komi á móti. Sú aðgerð myndi þýða verulega hækkun grunnskattprósentu og aukinheldur draga um leið kröftuglega úr hvata til vinnu fyrir þau 137 þúsund framteljenda sem fá þau „forréttindi“ að borga hærri skatta með tilheyrandi neikvæðri bjögun á framleiðslu og lífskjör í landinu. Þá er betur heima setið en af stað farið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun