Fótbolti

Emil: Væri gaman að mæta Brasilíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil fagnar marki Gylfa.
Emil fagnar marki Gylfa. vísir/eyþór
Emil Hallfreðsson viðurkennir að hann hafi ekki dreymt um að komast á HM þegar hann var að basla með íslenska landsliðinu fyrir ekki svo mörgum árum.

„Nei, í hreinskilni sagt. Þetta var svolítið langt frá manni. Þetta er ótrúlegt afrek,“ sagði Emil eftir sigurinn á Kósovó í kvöld. Hann segir að það sé meira afrek að komast á HM en EM.

„Ég myndi segja það. Við vinnum líka riðil með Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. Þetta er magnaður árangur.“

En var markmið Íslands að vinna riðilinn eða ná 2. sætinu og komast þannig í umspil?

„Annað sætið var aðeins raunhæfara en þegar leið á keppnina sáum við að við gátum tekið 1. sætið,“ sagði Emil sem er ánægður með hvernig íslenska liðið svaraði tapinu fyrir því finnska; með því að vinna síðustu þrjá leikina í undankeppninni með markatölunni 7-0.

„Það geta öll lið átt slæman dag og við hittum á slæman dag. Við vorum ákveðnir í að bæta upp fyrir það og vinna síðustu þrjá leikina,“ sagði Emil. En á hann sér einhverja óskamótherja á HM í Rússlandi?

„Það væri gaman að mæta Brasilíu,“ svaraði Emil.


Tengdar fréttir

Alfreð: Þetta var klárlega sterkasti riðillinn

"Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld.

Aron Einar: Orð fá þessu ekki lýst

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að orð fái þessu ekki lýst að liðið sé búið að tryggja sig inn á HM. Hann segir að fögnuðurinn hafi verið meiri nú en þegar liðið tryggði sig á EM.

Fólkið byrjað að streyma í Dalinn | Myndir

Það styttist óðum í hinn gríðarlega mikilvæga leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM í Rússlandi 2018 en þar getur íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggt sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

Króatar fara í umspil

Króatar unnu Úkraínumenn 0-2 á útivelli og tryggja sér annað sæti riðilsins

Heimir: Hrikalega stoltur

Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×