Birkir Már: Fjarlægur draumur að vera með á HM Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:13 Birkir Már Sævarsson í upphitun í kvöld vísir/ernir „Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
„Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09
Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46